Mynd á forsíðu frá vinstri: Derrick, Hlynur, Breki, Hulda, Elísabet, Alma, Úlfar, Haukur. Á myndina vantar Sigurð Arnar sem var fjarverandi vegna fermingarfræðslu.

Mynd á forsíðu frá vinstri: Derrick, Hlynur, Breki, Hulda, Elísabet, Alma, Úlfar, Haukur.
Á myndina vantar Sigurð Arnar sem var fjarverandi vegna fermingarfræðslu.

Í gær fór fram uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG, en verðlaun og viðurkenningar voru veittar fyrir árangur sumarsins. Hátíðin var vel sótt og voru hátt í 100 manns sem komu og áttu góða stund saman. Eftir verðlaunaafhendingu var boðið upp á pizzur og gos. Myndir frá hátíðinni er hægt að skoða á facebook síðu barna- og unglingastarfs GKG.

Eftirfarandi kylfingar hlutu viðurkenningar:

Mestu framfarir pilta: (mesta lækkun fgj.)
Breki Gunnarsson Arndal
Lækkaði forgjöfina úr 22,5 í 11,3
Var með 33 í forgjöf eftir 2014
Sýndi mjög góða ástundun, æfir og keppir mikið. Sigraði á Áskorendamóti í ágúst þar sem hann lék á 67 höggum.
Nánast allir hringir til forgjafar leiknir í mótum

Mestu framfarir stúlkna:
Elísabet Ágústsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 10,6 í  5,8
Stóð sig vel í Íslandsbankamótaröðinni, varð einu sinni í 2. sæti og tvisvar í 3. sæti.
Allir hringir leiknir í mótum

Efnilegastur pilta (mesta bæting í mótum milli ára):
Hlynur Bergsson
Lækkaði forgjöfina úr 3,3 í 1,4
Varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta.
Valinn í piltalandsliðið sem keppti á EM í Finnlandi og einnig Duke of York mótið í Englandi, þar sem hann stóð sig með mikilli prýði.

Efnilegust stúlkna (mesta bæting í mótum milli ára):
Alma Rún Ragnarsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 19,3 í 12,1
Sigraði í Meistaramóti GKG í flokki 13-14 ára
Tvisvar sinnum í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti á Íslandsbankamótaröðinni.
4. sæti á stigalista GSÍ í sínum flokki

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):
Piltar: Sigurður Arnar Garðarsson
Lækkaði forgjöfina úr  5,3 í 4,5

Er með afrekskylfings forgjöf skvmt viðmiðum GSÍ
Sigraði á Meistaramóti GKG
Sigraði á þremur mótum í Íslandsbankamótaröðinni.
Náði þrennunni svokölluðu, varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni sem og tryggði sér stigameistaratitilinn í flokki 14 ára og yngri.

Stúlkur: Hulda Clara Gestsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 17,5 í 11,0
Varð tvisvar í öðru sæti og tvisvar í þriðja sæti á Íslandsbankamótaröðinni.
Hafnaði í 3. sæti á stigalista GSÍ í sínum flokki

Veitt voru verðlaun fyrir mótaraðir sumarsins, hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir náðu verðlaunasætum og einnig árangur allra í mótunum. Þau sem náðu ekki að taka við verðlaunum í gær geta vitjað þeirra á skrifstofutíma á skrifstofu GKG.

Verðlaunasæti Mix mótaröðin

Heildarárangur Mix mótaröðin

Verðlaunasæti Kristals mótaröðin

Heildarárangur punktar Kristals mótaröðin

Heildarárangur höggleikur Kristals mótaröðin

Úrslit úr Mýrarmótaröð Keppnishópa í september

Úrslit úr æfingakeppni 23.9

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur, og þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum fyrir mjög ánægjulegt sumar. Æfingar í Kórnum hefjast 9. nóvember og fer skráning fram hér.

Bestu kveðjur fyrir hönd þjálfara,

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG

 

IMG_0438

 

 

 

 

 

 

IMG_0512

 

 

 

 

 

IMG_0525