Innanfélagsmótin okkar eru mjög mikilvægur hlekkur í félagsstarfi GKG og erum við stolt af þeirri stemningu og hefð sem hefur skapast í kringum þau.

Vegna hins síðbúna sumars hafa flestar áætlanir riðlast til og þurfum við að kynna nýjar dagsetningar á nokkrum mótum:

VITAgolf mánudagsmótaröð GKG
Leiknir verða 10 hringir og gilda 4 bestu í heildarkeppninni.
Fyrsti hringur í mótaröðinni fer fram 12. júní. Skráning hefst ávallt viku fyrir hverja umferð.
Allar nánari upplýsingar hér.
Haldið verður stakt 9 holu mót 29. maí á Neðri Leirdalsvelli (1-3;13-18) fyrir skráða keppendur þann dag. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Liðakeppni GKG
Riðlakeppni hefst 11. júní.
Allar nánari upplýsingar hér.

Holumeistari GKG
Skráning er í gangi í Golfbox og lýkur 14. júní kl. 15.
Fyrsta umferð hefst 15. júní.
Allar nánari upplýsingar hér.

Hjóna og parakeppni GKG
Mótið fer fram eins og áður auglýst 3. júní.
Skráning er hafin.
Skráningu og upplýsingar í GolfBox finnurðu hér.

Boli – Opnunarmót GKG hefst á morgun laugardag. Skráningarfresti er lokið.

Kvennastarfið
Hér má sjá upplýsingur um kvennastarfið og viðburði GKG kvenna í sumar.

Öldungastarfið
Hér má sjá upplýsingur um öldungastarfið og viðburði 65 ára og eldri í sumar.

Nú má sumarið byrja!