Kæru félagar.
Fimmtudaginn 26. mars kl. 20-22 fer fram púttmót í Kórnum og er þetta kjörið tækifæri að hittast áður en vorið brestur á og við förum út að spila.
Keppnin sjálf er einföld, leiknir eru þrír 18 holu pútthringir og telja tveir bestu hringirnir í keppninni.
Sigurvegarinn verður krýndur Púttmeistari GKG 2015 og hlýtur bikar að launum auk annara verðlauna.
Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin eru:
- sæti Footjoy bolur.
- sæti golfhanski og Titleist NXT golfboltar 3 stk.
- sæti gafall og Titleist NXT golfboltar 3 stk.
Auk þess verður nándarkeppni í Foresight golfherminum okkar, en slegið verður u.þ.b. 110 metra högg og fá allir 3 tilraunir. Sá sem er næstur holu fær golfhanska og Titleist NXT golfboltar 3 stk.
Þátttökugjald er einungis kr. 500,-
Skráning fer fram með því að svara þessum pósti á ulfar@gkg.is
Vonumst til að sjá sem flesta mæta og taka þátt í skemmtilegu móti. Framkvæmdir eru hafnar á nýrri Íþróttamiðstöð GKG, og verður hægt að skoða myndir af þeirri byggingu og umhverfi sem mun blasa við okkur vorið 2016. Einnig verður hægt að skoða myndir af félagsaðstöðu okkar sem verður í sumar.
Bestu kveðjur fyrir hönd mótanefndar.
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG