Ágætu félagar
dagana 22.-24. júní fer fram Íslandsmótið í holukeppni sem er hluti af Eimskipsmótaröð GSÍ.
Af þeim sökum er Leirdalsvöllur lokaður alla dagana tímabundið.
Opnað verður fyrir rásímaskráningu eftir að síðasta holl er komið vel á veg með sinn hring. Upplýsingar um skráninguna má sjá undir rástímaskráningu á golf.is.
Við bendum félagsmönnum á vinavelli GKG upplýsingar um þá má nálgast hér. Einnig fá félagsmenn GKG 50% afslátt af vallargjöldum annara valla þessa daga við framvísunfélagsskírteinis.
Að lokum hvetjum við félagsmenn að koma og fylgjast með bestu kylfingum landsins etja kappi á Leirdalsvelli sem skartar sínu fegursta þessa dagana.