18 holu mót kvennanefndar GKG verður haldið 24. júlí á Leirdalsvelli GKG.
Leikin er punktakeppni í tveimur forgjafarflokkum. Lægri forgjafarflokkurinn er á bilinu 0-24 og sá hærri á bilinu 24.1-40
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki í punktakeppni auk þess sem að veitt verða verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í mótinu.
Einnig verða nándarverðlaun á 2., 4., 11. og 17. braut og verðlaun fyrir lengsta drive á 7. braut.
Mótsgjaldið er kr. 1.500 og greiðist með peningum á mótstað eða leggja inn á reikn. 546-14-402420, KT. 220550-3979
Við vonumst til að sjá sem flestar í mótinu!
Kvennanefnd GKG