Við sláum öll met í bændaglímunni en 154 kylfingar eru skráðir til leiks, nú rétt fyrir hádegi losnuðu 6 sæti á Mýrinni, endilega reynum að fylla í þau. Þar sem við erum að spila fjögurra manna texas, þá er mikilvægt að allir mæti, þeir sem eru skráðir og mæta ekki munu fá rukkun fyrir mótsgjaldi.
Það er mæting ekki seinna en kl. 12:00, Viggi Vert verður með Salsa kjúklingasúpu á 1.000,- kall fyrir þá sem vilja maula eitthvað áður en farið er út á völl. Auk þess verða þau í Mulligan með nestispakka sem hægt er að kaupa á sanngjörnu verði.
Dregið verður í lið og munu aðilar fá húfur í sitthvorum litnum í teiggjöf. Veðurspáin er þokkaleg, það verður hlýtt miðað við árstíma eða um 10° og búast má við einhverri rigningu.
Kl. 13:00 verður ræst út af öllum teigum. Það er ágætt fyrir þá sem eru upp í dal að fara á bílum og leggja þeim nálægt þeim holum sem byrjað er á (allir mæta samt fyrst í íþróttamiðstöðina). Hér að neðan er listi yfir þátttakendur og á hvaða teigum þeir byrja.
Að sjálfsögðu verða bændur og ræsar með eitthvað hressandi handa okkur út á velli.
Um kvöldið svignar svo veisluborðið undan kræsingum sem eru innifaldar í mótsgjaldinu og munum við eiga góða stund saman og bændurnir, þeir Tóti Draumur og Venni Páer sjá um stuðið. Við verðum með skorkortaútdrátt og munu tveir heppnir aðilar fara heim með Evrópuferð frá Icelandair. Glaðningar frá Ölgerðinni, Ecco, MS, Grand Hotel, N1, Mörgu smáu og Laugarásbíói verða einnig í útdráttarverðlaunum.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Starfsfólk og Mótanefnd GKG