Upplýsingar
433.is er glæsilegt opið mót þar sem spilaður er betri bolti. Mótið er þar af leiðandi tilvalið fyrir vini, feðga, feðgin, mæðgur, mæðgin og hjón. Betri bolti virkar þannig að tveir kylfingar eru saman í liði. Báðir keppendur spila sínum bolta af teig í holu. Liðið fær punkta þess leikmanns sem er með fleiri punkta á viðkomandi holu.
Teiggjafir eru með glæsilegum hætti.
- Þvottur hjá Löðri – verðmæti 2.500 -3.500,-
- Viku kort í Hreyfingu – verðmæti 7.900,-
- Srixon boltar, tee og boltamerki – verðmæti 2.500,-
Fyrirkomulag
- Spilaður er betri bolti
- Hámarksforgjöf kvenna er 36
- Hámarksforgjöf karla er 28
- Skráning fer fram á golf.is
- Skráning hefst 12. maí 2014
Vinningar – vinningar fyrir sæti eru í pörum.
1. sæti gjafabréf frá Gamanferðum 40.000 kr., mánaðarkort í Blue Lagoon Spa og iittala skálar frá Símanum.
2. sæti gjafakarfa frá Ferskum kjötvörum, kísilleirmeðferð hjá Blue Lagoon Spa, vandað teppi frá Símanum.
3. sæti gjafabréf frá Fitness sport, gjafakarfa frá Aðföngum og gjafabréf frá Slippfélaginu.
4. sæti gjafabréf frá Lín Design, gjafakarfa frá Freyju
5. sæti gjafakarfa frá Myndform, kerrulúffur frá Símanum og Titleist boltar
14. sæti gjafabréf frá Prooptik
23. sæti gjafabréf frá BJB pústþjónustunni
30. sæti gjafabréf frá Aðföngum
42. sæti gjafakarfa frá Freyju
50. sæti gjafakarfa frá Myndform
60. sæti gjafakarfa frá Ferskum kjötvörum
þriðja síðasta sæti – kerrulúffur frá Símanum.
næst síðasta sæti – kerrulúffur frá Símanum.
Nándarverðlaun á öllum par þrjú holu.
ATH. glæsilegir Samsung Galaxy S4 símar frá Tæknivörum í nándarverðlaun á 2. og 17. holu
Verðlaun fyrir: lengsta upphafshögg á fyrstu braut.
Verðlaun fyrir að vera næst miðlínu á 14 braut eftir upphafshögg.
Chipkeppni fyrir mót, Sector úr í verðlaun frá Leonard. Allir sem hitta í kerið fara í pott og verður dregið úr honum á verðlaunaafhendingu um kvöldið. Athugið að viðkomandi verður að vera á staðnum, annars verður dregið aftur úr pottinum.
Dregnir verða út aukavinningar úr skorkortum þeirra sem verða viðstaddir verðlaunaafhendingu
Verð kr. 5.900, ágóði af þátttökugjaldi rennur til unglingastarfs GKG.
Skráning fer fram á golf.is