Hann Atli Ágústsson sá mikli höfðingi sló fyrsta höggið á Leirdalsvellinum þetta árið, en hann er í fysta ráshópi Opnunarmótsins. Veðrið er með því besta sem gerist og ástand vallar með ágætum miðað við það kuldakast sem einkenndi vorið.
Í kvöld verður svo mikill stemmari hjá GKG. Í fyrsta sinn í sögu klúbbsins getum við boðið félagsmönnum upp á alvöru umhverfi við verðlaunaafhendinguna. Dregið verður úr skorkortum og mun heppinn aðili hljóta 50 þús króna inneign hjá WOW. Þá verður sérstakt tilboð á Mulligan borgaranum en hann er afsprengi nýrra verta og verður einkennisborgara staðarins sem heitir Mulligan. Hljómsveitin Hrafnarnir munu svo leika og Wells Fargo mótið mun rúlla í fundarherbergjunum.
Hvetjum því alla til að mæta í kvöld, hvort sem þeir hafi verið að taka þátt í mótinu eða ekki og búa þannig til GKG stemningu eins og við viljum hafa hana.
Staffið