Sex ungir og efnilegir kylfingar úr GKG léku á Finnish International Junior mótinu sem lauk í dag í bænum Vierumaki á Cooke vellinum.
Keppt var í U16 og U14 ára flokkum drengja og stúlkna. Þau sem kepptu undir merkjum GKG voru:
Árný Eik Dagsdóttir, 16 ára.
Flosi Valgeir Jakobsson, 14 ára
Breki Gunnarsson Arndal, 14 ára.
Jón Gunnarsson, 16 ára.
Sigurður Arnar Garðarsson, 15 ára.
Viktor Snær Ívarsson, 16 ára.
Fararstjóri Úlfar Jónsson
Einnig kepptu 8 krakkar frá GR, en þetta mót hefur verið vinsælt meðal íslenskra unglinga undanfarin ár, enda vel skipulagt mót á skemmtilegum velli. Þetta var dýrmæt og góð reynsla fyrir þau og gott veganesti fyrir framtíðina.
Sjá stöðuna í mótinu hér.

Sigurður Arnar

Árný Eik

Breki

Flosi

Jón

Viktor