Nú fyrir helgi tilkynnti Siggi vert okkur að vegna persónulegra ástæðna muni hann ekki geta haldið áfram veitingarekstrinum hjá GKG. Þetta er mikill missir fyrir félagið. Siggi lyfti þessari þjónustu upp á allt annað plan þegar hann tók við á sínum tíma, þrátt fyrir aðstöðu sem var vægast sagt takmörkuð. Siggi er jafnframt stór hluti af þeirri menningu sem GKG er. Því bíður okkar vandasamt verkefni að finna arftaka.

Í ljósi þessa munum við ekki opna veitingastaðinn um Masters-helgina eins og fyrirhugað var heldur frestum opnun þar til vellirnir opna í maí. Húsið verður hins vegar opnað með viðhöfn 9. apríl næstkomandi. Hermarnir og verslunin verða opna samhliða opnunarathöfninni og munum við tilkynna það betur síðar.

Við stefnum að því að auglýsa eftir nýjum vert á vefmiðlum GKG á næstu dögum. Ef þið vitið af hugsanlegum aðilum, þá þætti okkur vænt um að þið bentuð þeim á að senda okkur umsókn á netfangið agnar@gkg.is.

Með GKG kveðjum,

Stjórn og stafsfólk GKG