Kæru félagar,

Um leið og við þökkum ykkur fyrir veðrasamt frábært ár þá setjum við okkur í gírinn fyrir 2019 með glæsilegu Þorrablóti. Með þeim hætti höldum við upp á að veturinn er hálfnaður og hægt er að fara að telja niður í sumarið. Þorrablótið verður hefðbundið með þeim hætti að við bjóðum upp á mikinn söng, höldum minni, flytjum gamanmál og toppum þetta allt saman með hinum  eðalrómaða GKG anda.

Þorrablótið verður haldið föstudaginn 1. febrúar. og hefst kl. 19:00 með fordrykk.

Auk annála og gamanmála munum við skemmta okkur með mikilli tónlist; Hrafnarnir mæta með spriklandi hresst þorrainnlegg, söngfuglar og hljóðfæraséní GKG halda uppi fjöldasöngfjöri, við verðum með gítar sem fólk getur tekið í og kórónum svo kvöldið með alvöru balli þar sem hinn magnaði Dj Fox þeytir skífum fram eftir nóttu.

Maturinn verður í góðum höndum hjá þeim Vigga og co í Mulligan, Hrútspungar – Sviðasulta – Svínasulta- Lundabaggar – bringukollar -lifrarpylsa og blóðmör – Þorra “konfekt” Hákarl – Harðfiskur – tvær tegundir af síld, Kjöt kalt Hangikjöt – Sviðasulta – Meðlæti Rúgbrauð – Flatbrauð – Smjör, grænar baunir og rauðkál  – Heitt kjöt og heitt meðlæti Sviðakjammi ( nýsoðnir volgir) , saltkjöt á beini , Rófustappa, kartöflur í uppstúfi og lambasteik.

Þemað verður tónlist og íslenski lopinn, klæðnaður betri föt með lopaívafi og verða veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem prjónar sér flottustu flíkina eða flottasta fylgihlutinn úr lopa og útfærir það í GKG stílnum.

Verð á miða kr. 7.900,-. Innifalið er maturinn og skemmtun fram í rauða nóttina.

Pantanir sendist á vignir@gkg.is