Þrír afrekskylfingar úr GKG hófu leik í dag á sterku móti í Austurríki, þeir Aron Snær Júlíusson, Emil Þór Ragnarsson og Ragnar Már Garðarsson. Mótið heitir Austrian International Men´s Amateur og er leikið nálægt Vínarborg á Golfclub Schloss Schönborn vellinum.
Eftir fyrsta keppnisdag þá var Aron Snær á 78, Emil á 77 og Ragnar á 75.
Miðað við forgjöf keppenda þá er mótið fyrnasterkt, og óskum við okkar mönnum alls hins besta á mótinu.
Myndir: golf.is