Nú er búið að loka æfingasvæðinu okkar fyrir veturinn. Kylfingar geta þó nýtt boltapeningana sýna og/eða boltakortin sín til að greiða í golfhermana okkar.

Ein fata á æfingasvæðinu jafngildir 15 mínútum í golfhermi. Mest er hægt að kaupa hálftíma í senn með boltapeningum eða boltakortum.

Athugið að tilboðið gildir aðeins á virkum dögum fyrir klukkan 15:00 og einungis á æfingasvæðið í hermunum (TPS). 

Tilboðið gildir út Nóvember.