Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins fór fram á fimmtudag og var fullt hús og mikil stemning. Við gerðum okkur glaðan dag með æfingum og leikjum í Íþróttamiðstöðinni en í kjölfarið var svo pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, efnilegustu og framúrskarandi árangur á tímabilinu.
Þetta tímabil var einstaklega gjöfult hvað varðar titla, en alls lönduðu GKG kylfingar 10 Íslandsmeistaratitlum. Tæplega 300 ungmenni sóttu æfingar hjá GKG í sumar.
Elísabet Ólafsdóttir og Gunnar Þór Heimisson
Eva Fanney Matthíasdóttir og Guðjón Frans Halldórsson
Karen Lind Stefánsdóttir, Arnar Daði Svavarsson og Gunnlaugur Árni Sveinsson.
Heildarúrslit Floridana 2022
Haldin voru 7 mót á tímabilinu og þurfti 3 mót til að taka þátt í heildarkeppninni. Alls kepptu 69 í amk einu móti.
Bríet Dóra, Gabríel Þór Sigurðarson, Þorleifur Ingi Birgisson kepptu í öllum mótum en fjölmörg kepptu í 6 mótum..
10 ára og yngri telpur
- Elín Rós Knútsdóttir 53 punktar
- Embla Dröfn Hákonardóttir 41
- Arna Dís Hallsdóttir 23
10 ára og yngri drengir
- Þorleifur Ingi Birgisson 65 punktar
- Leon Mikael Elfarsson 63
- Birkir Hallmundarson 51
11-12 ára telpur
- Bríet Dóra Pétursdóttir 62 punktar
- Hanna Karen Ríkharðsdóttir 60
- Sara Björk Brynjólfsdóttir 51
11-12 ára drengir
- Sigurður Heiðar Birgisson 63 punktar
- Guðmundur Þór Ólafsson 61
- Viktor Breki Kristjánsson 61
13-16 ára stúlkur
- María Kristín Elísdóttir 64 punktar
- Helga Rakel Sigurðardóttir 51
- Hekla Margrét Tryggvadóttir 41
13-16 ára drengir
- Pétur Rúnarsson 57 punktar
- Jón Sæþórssón 54
- Stefán Árni Margeirsson 35
Heildarúrslit í Kristals mótaröðinni 2022
Haldin voru 5 mót á tímabilinu. Alls kepptu 58 í amk einu móti. Taka þurfti þátt í þremur mótum til að vera með í heildarkeppninni. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sæti án forgjafar og efsta sæti með forgjöf (aðeins án fgj. í mfl.).
14 ára og yngri telpur
Án forgjafar:
- Eva Fanney Matthíasdóttir 247 högg
- Embla Hrönn Hallsdóttir 274
- Ríkey Sif Ríkharðsdóttir 291
Með forgjöf:
- Ríkey Sif Ríkharðsdóttir 203 högg
14 ára og yngri drengir
Án forgjafar:
- Snorri Hjaltason 223 högg
- Gunnar Þór Heimisson 228
- Arnar Daði Svavarsson 229
Með forgjöf:
- Emil Máni Lúðvíksson 203 högg
15-18 ára stúlkur
Án forgjafar:
- Elísabet Sunna Scheving 245 högg
- María Ísey Jónasdóttir 263
- Kristín Helga Ingadóttir 271
Með forgjöf: María Ísey Jónasdóttir 194 högg
15-18 ára piltar
Án forgjafar:
- Guðjón Frans Halldórsson 225 högg
- Guðmundur Snær Elíasson 231
- Pálmi Freyr Davíðsson 240
Með forgjöf: Styrmir Jónsson 208 högg
Mfl. kvenna
Án forgjafar:
- Katrín Hörn Daníelsdóttir 250 högg
- Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir 258 högg
Sjá myndasafn hér fyrir uppskeruhátíðinni
Fyrir þau sem komust ekki að taka á móti verðlaunum eða viðurkenningarskjölum, þá er hægt að nálgast þau á skrifstofu GKG.
Við þökkum öllum iðkendum og aðstandendum kærlega fyrir tímabilið. Minnum á að æfingar hefjast aftur 31. október og lýkur 15. desember. Nýtt tímabil hefst síðan í byrjun janúar og verða upplýsingar sendar um þær þegar nær dregur.