Vinkvennamót GKG og GO þriðjudaginn 12. júní og þriðjudaginn 19. júní 2012, úrslit.

Vinkvennamót GKG og GO gekk mjög vel og voru konur ánægðar með að hittast og spila golf. Það var frábær þátttaka og spiluðu 141 konur Leirdalinn og 175 konur Urriðavöllinn.

GKG-konur báru sigur úr bítum með samtals 737 punktum á móti 730 punktum GO-kvenna. Við mótslok fengu GKG-konur afhentan vinkvennaskjöldin.


Eftirtaldar konur voru með samanlagða flesta punkta þessa tvo daga:

1.sæti Anna María Sigurðardóttir GO       77 punkta

2.sæti Alda Harðardóttir GKG                  76 punkta

3.sæti Ásdís Matthíasdóttir GKG              75 punkta


María Málfríður Guðnadóttir GKG var með samtals besta skor, 163 högg.


Nándarverðlaun á Leirdalnum:

2. hola        Heiðrún Karlsdóttir, GKG, 1,24 m

4. hola        Lilja Garðarsdóttir, GO, 1,79 m

11. hola      Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir, GKG, 0,45 m

17. hola      Erna Gísladóttir, GKG, 2,12 m


Nándarverðlaun á Urriðavelli:

4. hola        Linda Arilíusdóttir, GKG, hola í höggi

8. hola        Aldís Björg Arnardóttir, GO, 1,47 m

13. hola      Kristín I. Gunnarsdóttir, GO, 1,28 m

15. hola      Laufey Sigurðardóttir, GO, 1,06 m


Vinningshafar úr GKG sem eiga eftir að nálgast verðlaun sín geta gert það á skrifstofu GKG.

Kvennanefndirnar þakka golfkonum fyrir frábærar viðtökur og hittumst að ári.

Myndir frá Urriðavelli má finna hér og myndir frá Leirdalsvelli má finna hér.


Kvennanefndir GKG og GO.