Aðalfundur GKG var haldinn fimmtudagskvöldið 11. desember 2014.

Guðmundur Oddsson fór yfir helstu atburði 2014 en þeir voru

  • 20 ára afmæli GKG
  • Íslandsmótið í golfi 2014
  • Bygging íþróttamiðstöðvar

Ekki er hafin bygging Íþróttamiðstöðvarinnar þó svo að allar áætlanir hafi gert ráð fyrir því. Ástæðan er sú að lengri tíma hefur tekið að ganga frá samningum við lóðareiganda og er nú áætlað að framkvæmdir hefjist strax í janúar mánuði. Samningar eru í höfn við bæði bæjarfélögin, öll fjármögnun tryggð, tilboð frá verktaka eru hagstæð og gert er ráð fyrir að samningar klárist við lóðareiganda um áramót.

Hagnaður klúbbsins var 11 milljónir og er klúbburinn skuldlaus með öllu.

Guðmundur Oddsson var endurkjörinn formaður

Þá voru þau endurkjörin í stjórn: Bergþóra Sigmundsdóttir, Símon Kristjánsson og Kristinn Jörundsson

Í varastjórn voru endurkjörin Ragnheiður Stephensen, Einar Gunnar Guðmundsson og Jón K. Baldursson

Á fundinum afhenti formaður klúbbsins Guðmundur Oddsson háttvísisverðlaun GSÍ, stórglæsilegur bikar sem GSÍ gaf klúbbnum í tilefni 20 ára afmælis GKG. Verðlaunin hlaut í þetta sinn Aron Snær Júlíusson og er hann vel að verðlaununum kominn.

Þá var holumeistari GKG krýndur sem var þetta árið Jón Gunnarsson.