Kjartan, Ottó og Sigmundur í 16 manna úrslit
Kjartan Dór Kjartansson, Ottó Sigurðsson Íslandsmeistari í holukeppni 2005 og Sigmundur Einar Másson Íslandsmeistari í höggleik 2006 sem allir eru í afrekshópi GKG eru komnir í 16 liða úrslit í Íslandsmótinu í holukeppni sem nú stendur yfir á Grafarholtsvelli.
.
Kjartan Dór Kjartansson er kominn í 32 manna úrslit eftir að hafa lagt Guðjón Karl Þórisson 2/1 í 64 manna úrslitum í morgun.
Ottó Sigurðsson Íslandsmeistari síðasta árs í holukeppni mun hefja titilvörn sína á Grafarholtsvelli í dag. Ottó varð Íslandsmeistari í fyrra í fyrsta skipti á ferlinum eftir að hafa lagt Pétur Óskar SIgurðsson á 18 holunni í hörkukeppni á Hvaleyrarvelli í fyrra.
Sigmundur Einar Másson hélt uppteknum hætti og jók forskot sitt ennfrekar á Íslandsmótinu í höggleik á Urriðavatnsvelli í dag.