Sigmundur og Úlfar leiða Íslandsmótið
Sigmundur Einar Másson og Úlfar Jónsson leiða Íslandsmótið í höggleik sem fer fram á Urriðavatnsvelli í Heiðmörk.
Mótsumgjörðin er öll hin glæsilegasta og hvetjum við félagsmenn GKG til að fara og fylgjast með okkar bestu kylfingum.
Dagurinn var blautur framan af en þegar líða fór á stytti upp og var komið hið fínasta veður eftir hádegið.
Sigmundur Einar endaði á -1 höggi undir pari og er í fyrsta sæti.
Úlfar Jónsson kemur þar á eftir í 2.-3. sæti á +2 höggum yfir pari að loknum fyrsta keppnisdegi.
Staða okkar manna er annars þessi eftir fyrsta keppnisdag:
Sigmundur Einar Másson er efstur á -1 höggi undir pari á Íslandsmótinu í Höggleik sem hófst á Urriðavatnsvelli hjá Oddi í morgun. Sigmundur hefur spilað á parinu auk þess að hafa fengið 1 fugl á þeirri 12. en hann hóf leik á […]
Þann 11. ágúst hefst sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki á Hvaleyrarvelli hjá GK þar sem verður leikið í 1. og 2. deild. Sérstök reglugerð er um sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki.
Búið er að setja nýjar myndir frá meistaramótinu inn í myndasafnið. Endilega kíkið við. Við höldum
Við viljum minna alla velunnara unglingastarfsins á dósasöfnunina sem nú stendur yfir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu unglinganefndar sem má skoða hér