About Úlfar Jónsson

This author has not yet filled in any details.
So far Úlfar Jónsson has created 817 blog entries.

Hvað segir GKG-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson?

Við fáum aldrei leið á að monta okkur af glæsilegum og sístækkandi afrekshóp GKG. Í fyrra bættist Guðmundur Ágúst Kristjánsson í þennan flotta hóp, en hann er 29 ára gamall Reykvíkingur með +3.5 í forgjöf og hefur lengst af tengst GR en jafnframt unnið árum saman með meistara Arnari Má […]

By |11.04.2022|Categories: Fréttir|

Hvað segir GKG-ingurinn Sóley Stefánsdóttir?

Einn af uppáhalds kylfingum GKG er hún Sóley okkar Stefánsdóttir sem hefur lýst GKG upp í gegnum árin með þægilegri nærveru, glaðværð og miklu golfi. Sóley hefur verið að takast á við veikindi síðustu misseri og við mörg sem söknuðum þess að taka með henni hring síðasta sumar eða gott […]

Hvað segir GKG-ingurinn Gunnlaugur Sigurðsson?

Garðbæingurinn Gunnlaugur Sigurðsson er mörgum GKG-ingum vel kunnugur, bæði af golfvellinum sjálfum en líka fyrir sitt langa og gjöfula starf fyrir klúbbinn. Við stofnun Golfklúbbs Garðabæjar gaf Gunnlaugur kost á sér til setu í stjórn og tók svo þátt í sameiningu Golfklúbbs Garðabæjar og Golfklúbbs Kópavogs árið 1994. Hann var […]

Tveir fyrir einn tilboð í janúar á einkakennslu!

Kæri GKG félagi.

Við bjóðum hjartanlega velkomin tvo nýja PGA kennara í Golfakademíu GKG, þau Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur og Magnús Birgisson. Nánari deili á þeim er hægt að lesa neðar á síðunni.

Þau bjóða upp á sérstakt kynningartilboð á einkakennslu hjá sér í janúar:

Þegar þú kaupir einn tíma þá færð þú annan […]

Tilboð í janúar fyrir kl. 15 virka daga fyrir GKG-inga


Kæri GKG félagi,

Viljum benda félagsmönnum á að í janúar verður tilboð á gæðatímum fyrir kl. 15 virka daga í Trackman hermunum í Íþróttamiðstöðinni. Aðeins kr. 1.500 per 30 mínútur.

Athugið að þetta tilboð gildir aðeins fyrir félagsmenn GKG og nota þarf tímana í janúar.

Til að bóka er best að hringja í […]

Hvað segir GKG-ingurinn Jón Þór Jóhannsson?

Það var 18 ára stoltur Kópavogsbúi sem hlaut Háttvísisbikar GKG í ár, bikar sem er afhentur þeim unga kylfingi sem sýnt hefur góða frammistöðu utan vallar sem innan, og verið öðrum kylfingum til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og háttvísi. Háttvísis kylfingur ársins tikkaði heldur betur í öll þessi box en […]

Jón Þór hlaut Háttvísibikarinn

Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 20 ára afmælis GKG. Bikarinn var afhentur GKG á þessum tímamótum klúbbsins í mars 2014 og er hann afhentur þeim unga kylfingi sem sýnt hefur góða frammistöðu utan vallar sem innan, og verið öðrum kylfingum til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og háttvísi.

Bikarinn […]

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins

Æfingatímabili barna-, unglinga- og afreksstarfsins lauk fyrir helgi og gerðum við okkur glaðan dag með æfingum og leikjum í Íþróttamiðstöðinni. Í kjölfarið var svo pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, efnilegustu og kylfinga ársins. 

Viðurkenningarnar hlutu:

Mestu framfarir:
Guðmundur Snær Elíasson og Eva […]

Hvað segir Holumeistari GKG 2021? – Heiðrún Líndal Karlsdóttir

Í Seljahverfi Reykjavíkur býr 46 ára GKG-ingur með 19,3 í forgjöf sem gerði sér lítið fyrir og vann Holumeistarakeppni klúbbsins í sumar. Þessi golfsnillingur heitir Heiðrún Líndal Karlsdóttir og það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að lokaglíman um holumeistaratitilinn var á milli hennar og eiginmanns hennar Jóns Arnars Jónssonar. […]

Hvað segir GKG-ingurinn Arnar Már Ólafsson?

Það er aldeilis við hæfi að byrja golfhaustið á að kynnast betur meistaranum á bak við stærstu golfsigra síðustu ára, honum Arnari Má Ólafssyni afreksþjálfara hjá GKG. Þessi hógværi snillingur gerði það gott í golfinu hér heima á síðustu öld og starfaði síðan lengi sem afreksþjálfari í Þýskalandi. Nú hefur […]

Go to Top