About Úlfar Jónsson

This author has not yet filled in any details.
So far Úlfar Jónsson has created 817 blog entries.

Sumarkort í hermana

Við bjóðum félagsfólki GKG vildarkjör á Golfhermum GKG í sumar. Um að gera að nýta sér hermana til upphitunar, æfinga og spils í sumar.

Pakkarnir þrír:

Sumarkort
Gildir til 30. september
Gildir fyrir einn aðila, einu sinni á dag í ótakmarkaðan tíma. .
Kr. 15.000

Sumar klippikort
Gildir til 30. september
12 x 20 mínútur (tvö skipti frí)
Kr. […]

Hvað segir GKG-ingurinn Sigurður Kristinn Egilsson?

Það er varla nokkuð meira viðeigandi nú þegar styttist í opnun GKG vallanna inn í sumarið en að heyra í einum af meisturunum sem standa að baki öllum þeim frábæru breytingum og andlitslyftingum sem Leirdalurinn hefur farið í gegnum síðustu misserin. Við kynnum því með miklu stolti Sigurð Kristinn Egilsson […]

Kynningardagur GKG fyrir nýja og eldri félagsmenn

Fimmtudaginn 4. maí kynnum við starfssemi GKG og það sem er framundan hjá okkur í sumar!

Við bjóðum nýja félagsmenn alveg sérstaklega velkomna og hvetjum til að mæta um leið og við fögnum eldri félagsmönnum.

Stöðvakynningar verða víðsvegar um húsið okkar frá kl. 18-21 þar sem margt skemmtilegt verður á boðstólnum.

Stöðvakynningar verða […]

Úrslit Landsmótsins í golfhermum fara fram á sunnudag!

Landsmótið í golfhermum hófst um miðjan janúar og hafa tvær undankeppni farið fram. Úrslitin ráðast þann 2. apríl og er ljóst hvaða kylfingar leika til úrslita. Úrslitin fara fram í Íþróttamiðstöð GKG.

Í úrslitunum þann 2. apríl verða leiknar 36 holur eða tveir 18 holu hringir. Keppendur taka ekki með sér […]

Niðurstöður könnunar vegna Meistaramótsins

Nýliða fór fram skoðanakönnun sem haldin var vegna Meistaramóts GKG.

Tilefnið var að mótið hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári og þátttaka undanfarin ár sýnir að mótið er í raun sprungið og við erum knúin til að gera breytingar svo við getum haldið áfram að gefa sem allra flestum […]

Hvað segir GKG-ingurinn Elísabet Þórdís Harðardóttir?

GKG-ingar eru einstaklega öflugir í sjálfboðaliðastarfi klúbbsins sem skartar til dæmis frábæru öldungastarfi. Ein af sprautunum í því starfi er Elísabet Þórdís Harðardóttir, fædd á því herrans ári 1953 og á því stórafmæli á þessu ári. Svo gustar heldur betur dásamlega af þessum meistara í undirleiknum á píanóinu eða nikkunni […]

Arnar Már fimm stjörnu golfkennari!

Afreksþjálfari GKG, Arnar Már Ólafsson, hlaut um helgina viðurkenninguna 5-star professional frá CPG samtökunum (Confederation of Professional Golfers). Samtökin samanstanda af yfir 40 PGA samtökum Evrópulanda og víðar. 

Fimm stjörnu viðurkenningin er æðsta viðurkenning sem veitt er þeim PGA kennara […]

Hvað segir GKG-ingurinn Guðmundur Snær Elíasson?

Í Garðabæ býr rólegur 16 ára ljúflingur og mikill golfsnillingur sem heitir Guðmundur Snær. Hann byrjaði að æfa golf þegar hann var fjögurra ára gamall, er núna með 4,8 í forgjöf, æfir eða spilar á hverjum einasta degi og á aldeilis golfframtíðina fyrir sér. Guðmundur Snær vann sinn flokk í […]

Go to Top