About Úlfar Jónsson

This author has not yet filled in any details.
So far Úlfar Jónsson has created 817 blog entries.

Púttnámskeið 26. febrúar hjá Hauki og Aroni Snæ

Lærðu að pútta eins og atvinnumaður!

Kennarar:
Haukur Már Ólafsson: PGA kennari og færasti púttþjálfari landsins
Aron Snær Júlíusson: Atvinnumaður í golfi, PGA nemi og Íslandsmeistari í golfi
Allur ágóði námskeiðsins fer í styrktarsjóð hjá Aroni fyrir komandi verkefni erlendis í sumar

Þrjár tímasetningar í boði:
9:00-10:00
10:00-11:00
11:00-12:00
Staðsetning: Íþróttamiðstöð GKG
Takmarkað pláss í boði!
 
Verð: 10.000 kr
Skráning fer […]

Arnar Már kosinn PGA kennari ársins!

Á aðalfundi PGA á Íslandi sem fór fram laugardaginn 28. janúar var fjölbreytt dagskrá og viðurkenningar veittar. 

Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 5 efstu sætin (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Dagur Ebenezersson
Heiðar Davíð Bragason
Sigurpáll Geir Sveinsson

Eftir gífurlega spennandi kosningu félagsmanna varð afreksþjálfari […]

Hvað segir GKG-ingurinn Katrín Hörn Daníelsdóttir?

Við í GKG erum endalaust stolt af barna- og unglingastarfinu í klúbbnum og öllum ungu, flottu kylfingunum okkar. Ein af þeim er hin 18 ára gamla Katrín Hörn sem býr í Reykjavík, er með 1,8 í forgjöf og er á mikilli siglingu í golfinu. Þessi glaðværi og félagslyndi kylfingur er […]

Fjóla og Tómas sigruðu í Áramóti GKG!

Fjóla Rós Magnúsdóttir og Tómas Jónsson sigruðu í Áramóti GKG sem haldið var í Trackman hermunum núna á gamlársdag. Leiknar voru seinni níu á Leirdalsvellinum.

Flott þátttaka var í mótinu en alls tóku 47 þátt. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og 65 ára og eldri.

Efstu sætin skipuðu eftirfarandi:

Opinn flokkur

    […]

Aðalfundur GKG – Jón Júlíusson tekur við formennsku

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 29. nóvember.

Jón Júlíusson fyrrum íþrótta- og tómstundafulltrúi Kópavogsbæjar var kosinn nýr formaður klúbbsins og tekur við keflinu af Guðmundi Oddssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Guðmundur lætur því af formennsku eftir 15 ár samtals […]

Hvað segir GKG-ingurinn Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Eins og GKG-ingar hafa tekið eftir hefur klúbburinn fengið frábæran liðsstyrk í hinni þrítugu Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur, sem kemur til okkar alla leið frá Akureyri þar sem hún hlaut allt sitt golfuppeldi enda á Jaðarsvöllur og GA alveg sérstakan stað í hennar hjarta. En nú er Stefanía flutt í bæinn […]

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins fór fram á fimmtudag og var fullt hús og mikil stemning. Við gerðum okkur glaðan dag með æfingum og leikjum í Íþróttamiðstöðinni en í kjölfarið var svo pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, […]

Sex keppendur frá GKG á German Tour Championship unglingamótinu

Sex keppendur frá GKG kepptu á German Tour Championship mótinu sem lauk um helgina. Mótið fór fram á Berliner GC Stolper Heide West Course og var lokamótið á þýsku unglingamótaröðinni.

Það voru þær Elísabet Ólafsdóttir sem keppti í flokki 15 ára og yngri, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir og Katrín […]

Úrslit og myndir frá Ecco minningarmótinu – Birgir Leifur setti vallarmet!

Í dag lauk Ecco minningarmóti GKG sem er til styrktar barna-, unglinga-, og afreksstarfi klúbbsins.

GKG þakkar kærlega fyrir stuðninginn en 160 keppendur voru skráðir til leiks og áttu góðan dag á Leirdalsvellinum í nánast logni þó vökvunarkerfið í efra hafi farið af og til í gang.

Leikið var í fyrsta sinn […]

Go to Top