Úrslit eftir mót nr. 2 í púttmótaröð barna og unglinga í GKG

Nú hafa tvö mót farið fram í púttmótaröð barna og unglinga GKG, en mótin eru leikin annan hvern laugardag. Þátttakan var mjög góð, en 38 krakkar tóku þátt. Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að […]

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Kópavogs fór fram í gær.

Í gær fór fram íþróttahátíð Kópavogs í Smáranum. Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015.

Birgir Leifur, sem var íþróttakarl Kópavogs 2014, var tilnefndur fyrir besta íþróttakarl Kópavogs 2015 og fékk viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri.

Sigurður Arnar […]

Úrslit í fyrsta púttmóti ársins hjá börnum og unglingum í GKG

Fyrsta móti vetrarins í púttmótaröð barna og unglinga GKG lauk s.l. laugardag, og var þátttakan góð, en 33 krakkar tókuþátt. Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur þriggja bestu í hverjum flokki […]

Golfaðstaða GKG í Kórnum lokuð frá kl 9-16 á sunnudag

Kæru félagar.

Á sunnudag 10. janúar verður golfaðstaða GKG í Kórnum lokuð frá kl. 09:00 casino – 16:00 vegna landsliðsæfinga GSÍ. Hægt er að æfa eftir þann tíma til kl. 22:00.

Þökkum fyrir skilning á þessu.

Með bestu kveðju,

Úlfar Jónsson

Íþróttastjóri GKG

Púttmótaröð GKG barna og unglinga hefst á laugardag 9. janúar

Púttmótaröð barna og unglinga í GKG rennur af stað á laugardag kl. 11 í Kórnum.

Mótin verða með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Óþarfi er að skrá sig, bara mæta, og þátttaka er ókeypis.

Sjá helstu upplýsingar hér fyrir neðan.

Mótaröðin stendur yfir í fjóra mánuði, fyrsta mótið 9. janúar og seinasta […]

Keppnum lokið hjá afrekskylfingum GKG í Flórída

Ungir afrekskylfingar í GKG hafa ekki slegið slöku við um jólin og hafa æft og keppt á fullu um jólin. Í gær luku þau keppni í þremur mótum víðsvegar í Flórída og stóðu þau sig með prýði. Ljóst að þau eru reynslunni ríkari og mun hjálpa þeim í framhaldinu þegar […]

Elísabet, Hlynur og Sigurður ljúka keppni í dag á sterkum mótum í Flórída

Elísabet Ágústsdóttir, Hlynur Bergsson og Sigurður Arnar Garðarsson, ungir afrekskylfingar úr GKG, hefja lokahringi sína í sterkum mótum í dag. Elísabet keppir á Hurricane Tour mótinu á Orange County vellinum í Orlando, Hlynur keppir á Junior Orange Bowl boðsmótinu, en það er haldið á Biltmore vellinum í Miami. Loks keppir […]

Ungir afrekskylfingar GKG á fullu í keppnisgolfi um jólin

Ungir GKG kylfingar nýta jólafríið heldur betur vel til að keppa í Flórída enda aðstæður frábærar, eða kannski aðeins of góðar, en 28-32° stiga hiti er um þessar mundir í Flórída.

Sigurður Arnar Garðarsson og systurnar Hulda Clara og Eva María Gestsdætur eru að keppa á Doral Publix mótinu í Miami, […]

Bæting hjá Birgi Leifi í gær

Birgir Leifur Hafþórsson er í erfiðri stöðu eftir fyrstu tvo keppnisdagana á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða +4 (Tour course). Hann fékk þrjá skolla (+1), einn skramba (+2) og einn fugl.  Hann lék betur í gær en kom þá inn á parinu, […]

Aron Snær skrifar undir samning við University of Louisiana – Lafayette

Aron Snær Júlíusson skrifaði í dag undir námsstyrk við University of Louisiana – Lafayette, en hann mun leika með golfliði skólans í fjögur ár. Aron lýkur námi næsta vor úr Fjölbrautarskóla Garðabæjar, og mun hann því hefja nám í háskólanum í ágúst 2016. Þetta er spennandi tækifæri fyrir Aron Snæ […]

Go to Top