Sigurður sigraði á USKids móti í Flórída

Sigurður Arnar Garðarsson sigraði á USKids móti sem fór fram fyrir stuttu. Sigurður lék á 77 höggum.

Flosi Valgeir Jakobsson, einnig í GKG, lék sömuleiðis í mótinu og tryggði sér annað sætið, var á 84 höggum.

Sjá myndir hér.

Frábær árangur hjá okkar mönnum og óskum við þeim innilega til hamingju með […]

Kristófer Orri í öðru sæti í Flórída

Kristófer Orri Þórðarson, afrekskylfingur úr GKG, hafnaði í öðru sæti á unglingamóti sem fram fór á Saddlebrook vellinum rétt fyrir utan Tampa í Flórída. Kristófer lék hringina tvo í mótinu á 70 og 75 höggum, og deildi hann efsta sætinu með tveimur öðrum. Skera þurfti úr um úrslitin í bráðabana […]

Keppnishópar GKG í æfingaferð í Portúgal

IMG_3713Stór hópur keppniskylfinga úr GKG hélt til Morgado Golf Resort í Portúgal 19. mars og dvelur þar við æfingar og leik fram yfir páska. Alls eru 100 aðilar í ferðinni, þar af 44 kylfingar úr keppnishópum klúbbsins í ferðinni, […]

Úrslit í sjötta púttmóti vetrarins 12. mars

Sjötta mótinu lauk um helgina í púttmótaröð barna og unglinga GKG. Að þessu sinni tóku aðeins 18 krakkar þátt, en væntanlega hafa einhverjir ekki áttað sig á því að mótið var viku eftir seinasta mót í stað tveimur vikum síðar eins og venjan hefur verið. Ástæðan er sú að næsta laugardag fer stór hópur kylfinga […]

Úrslit í fimmta púttmóti vetrarins í púttmótaröð barna og unglinga

Fimmta mótinu lauk í dag í púttmótaröð barna og unglinga GKG, en mótin eru leikin annan hvern laugardag. Að þessu sinni tóku 28 krakkar þátt. Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur efstu í hverjum flokki […]

Íslendingamót í Louisiana

Sannkallað Íslendingamót fór fram í háskólagolfinu á Oakbourne vellinum í Lafayette í Louisiana, en Haraldur Franklin Magnus og okkar maður úr GKG, Ragnar Már Garðarsson keppa fyrir University of Louisiana – Lafayette, sem hélt þetta háskólamót í 31. sinn.

Að auki kepptu Bjarki Pétursson úr GB og Gísli Sveinbergsson úr GK […]

Meistaraflokkur GKG hitti Sean Foley og Hideki Matsuyama

Hluti af meistaraflokki GKG er núna í æfingabúðum í Orlando í Flórída og æfir þar við frábærar aðstæður. Þessi ferð er að reynast hið besta ævintýri en við æfingar sínar á Keene´s Point vellinum rakst hópurinn á PGA Tour stjörnuna Hideki Matsuyama frá Japan, sem var mættur á æfingasvæðið daginn eftir […]

Úrslit í fjórða púttmóti vetrarins

Fjórða mótinu lauk í dag í púttmótaröð barna og unglinga GKG, en mótin eru leikin annan hvern laugardag. Þátttakan var mjög flott, en 38 krakkar tóku þátt. Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur þriggja […]

Derrick Moore kennari ársins hjá PGA á Íslandi

Aðalfundur PGA á Íslandi, sem eru samtök atvinnukylfinga, fór fram á laugardag í höfuðstöðvum ÍSÍ.

Á fundinum var kennari ársins valinn og hlaut afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, þennan mikla heiður.

Derrick hlýtur viðurkenninguna í annað sinn, en hér fyrir neðan má sjá lista yfir kennara ársins frá upphafi.

Við óskum Derrick innilega til […]

Úrslit í þriðja móti vetrarins í púttmótaröð barna og unglinga

Þriðja mótinu lauk í dag í púttmótaröð barna og unglinga GKG, en mótin eru leikin annan hvern laugardag. Þátttakan var mjög flott, en 39 krakkar tóku þátt. Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur […]

Go to Top