Vinkonumót GR og GKG – úrslit

Vinkvennamót GKG og GR fór fram dagana 21. ágúst í Korpu og 25. ágúst í Leirdalnum. Þátttakan var frábær 115 konur mættu til leiks í Korpu og 97 konur mættu í Leirdalinn í algjörlega frábæru veðri báða dagana.

Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1. […]

Úrslit í Opna Ecco minningarmóti GKG

Í kvöld lauk Opna Ecco minningarmóti GKG og léku 156 kylfingar í blíðskaparveðri á Leirdalsvellinum sem var í toppstandi. Við þökkum kærlega öllum keppendum fyrir þátttökuna og stuðninginn við barna-, unglinga- og afreksstarf GKG.

Hér má sjá úrslit mótsins.

Verðlaunasæti urðu eftirfarandi, en verðlaunahafar geta nálgast sín verðlaun eftir helgi á […]

Sveitir eldri kylfinga GKG hefja keppni í vikunni

Sveitir eldri kylfinga GKG hefja keppni á fimmtudag á Íslandsmóti golfklúbba eldri kylfinga. 

Sveit GKG eldri kylfinga kvenna sem keppa í Vestmannaeyjum 20.-22. ágúst skipa:

Ásgerður Gísladóttir
Elísabet Böðvarsdóttir
Hanna Bára Guðjónsdóttir
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir
Linda Arilíusdóttir
María Guðnadóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Ragnheiður Stephensen
Sigríður Olgeirsdottir

Liðstjóri: María Guðnadóttir

Sveit eldri kylfinga karla sem leikur á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 20.-22. ágúst […]

Bjarki tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi!

Bjarki Pétursson, afrekskylfingur GKG, tryggði sér fyrr í dag Íslandsmeistaratitil karla en mótið fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 6.-9. ágúst.

Bjarki er Borgnesingur en gekk til liðs við GKG í vor eftir að hafa verið þjálfaður af Arnari Má Ólafssyni, afreksþjálfara GKG, undanfarin sex ár. Þetta er fyrsti […]

Hertar reglur vegna Covid 19 taka gildi í dag

Frá og með hádegi í dag taka COVID-reglurnar frá því í vor aftur gildi á golfvöllum landsins, sem eru í meginatriðum þessar:

1. Við leik er bannað að taka/snerta stöngina. Svamphólkurinn frá í vor er kominn aftur í holurnar.
2. Hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompum. Leyfa má hreyfingar á bolta í […]

Karlasveit GKG Íslandsmeistari golfklúbba í sjöunda sinn!

Karlasveit GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitil golfklúbba í dag eftir úrslitaleik við GK, en viðureignin endaði 4-1 fyrir GKG. Þetta er sjöundi sigur GKG í efstu deild frá því að fyrsti sigurinn kom árið 2004. Sveit GR hafnaði í þriðja sæti.

Kvennasveitin, sem átti titil að verja, þurfti að láta sér lynda […]

Íslandsmót golfklúbba hefst á morgun – GKG með feykisterkar sveitir karla og kvenna

Eftirfarandi kylfingar skipa sveitir GKG sem leika í Íslandsmóti golfklúbba sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Leikið verður á Leirdalsvelli og Urriðavelli. Leikir í riðlum fara fram á báðum völlum á fimmtudegi og föstudegi og munu leikir um 1. – 4. sæti fara fram á Urriðavelli og […]

Ingibjörg fór holu í höggi!

Viðburðastjórinn okkar í GKG, hún Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 11. braut Leirdalsvallar í gær! Nokkrum dögum áður var hún hársbreidd frá holu í höggi á 4. brautinni þannig að þetta virðist hafa legið í loftinu.

Á facebook síðu Ingibjargar sagði hún: !Ég […]

Úrslit í barna- og unglingaflokkum Meistaramóts GKG

Fyrr í dag lauk Meistaramóti GKG í barna- og unglingaflokkum og léku 62 keppendur í þrjá daga í sól og blíðu. Margir keppendur náðu flottum árangri og skemmtu sér vonandi vel en mörg þeirra voru að taka þátt í sínu fyrst Meistaramóti.

Verðlaunaafhending og lokahóf var haldið fyrir flokkana.

Go to Top