GKG og MK hefja samstarf um golfáfanga á afrekssviði

Guðríður Eldey Arnardóttir, skólastjóri Menntaskólans í Kópavogi og Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG skrifuðu fyrir stuttu undir samkomulag um stofnun golfáfanga á afrekssviði.

Markmið samstarfsins er m.a. að gefa menntaskólanemendum kost á að stunda sína íþrótt samhliða námi, undir handleiðslu þjálfara og efla samstarf íþróttafélaga við námsstofnanir í sínu nærumhverfi.

Góð reynsla er […]

Hátíðarkylfingur vikunnar – Fannar Aron Hafsteinsson

Hátíðarkylfingur GKG er enginn annar en Fannar Aron Hafsteinsson verslunarstjóri Golfverslunar GKG
 
Hvað segir GKG-ingurinn Fannar Aron Hafsteinsson?
 
Það vita það ekki allir að flotti verslunarstjóri GKG er Sunnlendingur sem lætur sig ekki muna um […]

Gunnar Jónsson fékk viðurkenningar frá Garðabæ og Kópavogi

Á Íþróttahátíð Garðabæjar (10.1) og Kópavogs (15.1) hlaut Gunnar Jónsson, stjórnarmaður GKG til margra ára, viðurkenningar fyrir framlag sitt til íþrótta- og æskulýðsstarfa.   

Gunnar hefur verið þungavigtarmaður í félagsmálum GKG frá seinustu aldamótum.  Gunnar hefur ávallt unnið afar óeigingjarnt starf til eflingar barna-, unglinga- og afreksstarfs GKG, auk þess skilað […]

Íslandsmeistarar GKG fengu viðurkenningu frá Garðabæ

Vegna aðstæðna verður engin hefðbundin íþróttahátíð í Garðabæ og hefur ÍTG því heimsótt íþróttafélög bæjarins og afhent viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu.

Það var lágstemmd en góð stund sem við áttum í gær þegar Íslandsmeisturum GKG var afhent sínar viðurkenningar fyrir frábæran árangur á árinu.

Kjöri íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar verður líst […]

Hvað segir GKG-ingurinn Hlöðver Sigurgeir Guðnason?

GKG-ingur dagsins er Seljahverfisbúinn (en umfram allt Eyjapeyji) Hlöðver eða Hlöbbi eins og við köllum hann flest. Hann fór úr því að vera hálfpartinn neyddur út í golfið um fimmtugt í að vera alger meistari í sportinu og ekki bara fyrir sig heldur líka okkur hin því hann er einn […]

Hvað segir GKG-ingurinn María Björk Pálsdóttir?

Við kynnum með stolti Íslandsmeistara í holukeppni 19 – 21 árs kvenna 2020,  Maríu Björk Pálsdóttur. Þessi flotti GKG-ingur er 19 ára Kópavogsbúi með 3,5 í forgjöf, er hluti af öflugum meistaraflokki klúbbsins og enn einn nestissnillingurinn okkar! 🙂

María Björk átti sitt besta tímabil til þessa og ljóst að vel […]

Golfvellir loka!

Ágæti kylfingur. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda hefur golfvellinum verið lokað til 19. október. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum og vonumst til þess að þú sýnir þessum aðstæðum skilning. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands, golf.is.

Fólk sem átti bókaða rástíma í dag hefur verið afbókað.

Starfsfólk GKG

 

Úrslit Bændaglímunnar 2020 – Lið Venna Páer sigraði!

Kæru GKG félagar
Bændaglíma GKG fór fram í blíðskaparveðri í gær laugardaginn 3. október, það var leikið frábært golf og sýndu félagsmenn sínar bestu hliðar. Ásta Kristín sýndi tilþrif dagsins, gerði sér lítið fyrir og fór holu […]

Samúðarkveðjur

GKG fjölskyldan sendir Agnari Má framkvæmdastjóra og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Eiríku Steinunnar, sem var elsta dóttir Agnars og Soffíu Dóru. Eiríka Steinunn lést eftir erfið veikindi á gjörgæsludeild Landspítalans 9. september s.l. Hún var 27 ára gömul.

Útför hennar fer fram í dag, 24. september 2020.

Fyrir hönd GKG,

Guðmundur […]

Þrír níu holu vellir hjá GKG frá 16.09.2020  – á virkum dögum

Nú á haustdögum þegar dag tekur að stytta skiptum við Leirdalsvelli upp í tvo níu holu velli á virkum dögum. Frá og með miðvikudeginum 16. september verðum við því með þrjá níu holu velli fram að lokun valla seinna í haust.

Völlur 1 –  Þeir sem skrá sig til leiks á […]

Go to Top