Hulda Clara og Aron Snær tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana!

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson tryggðu sér Íslandsmeistaratitlana í golfi 2024 í gær! Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021. 

Lokakafli Íslandsmótsins, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, var æsispennandi. Aron Snær lék á 14 höggum […]

Úrslit Meistaramótsins í 5., 4., 3. flokki, 15-16 ára og öldungaflokkum

Meistaramóti GKG í flokkum 50 og 65 ára og eldri, 5. fl. karla, 4. fl. karla og kvenna, 3. fl. kvenna, 15-16 ára pilta og stúlkna lauk í gær í veðurblíðu sem verður í minnum höfð 🙂

Myndum frá mótinu er safnað saman hér.

Úrslit […]

Meistaramót á U 14 Mýrinni og U16 á Leirdal

Meistaramót U14 á Mýrinni og U16 á Leirdal

Meistaramót GKG í unglingaflokkum hófst á Mýrinni og í Leirdalnum á sunnudaginn var. Samtals tóku 60 börn og unglingar þátt í þessum flokkum en þar af voru 48 á Mýrinni og 12 á Leirdalsvelli.

Keppt er […]

Frá vallarstjóra GKG, Kate Stillwell

Við báðum nýja vallarstjórann okkar um að segja okkur frá því sem unnið hefur verið að á vellinum undanfarið og hvers er að vænta á næstunni. 

Neðar er hægt að sjá viðtalið á hennar tungumáli, enskunni.

Kæru GKG-ingar!

Sem nýr vallarstjóri okkar  GKG-inga langar mig til að kynna mig formlega og vallarteymið okkar.

Hvaðan […]

Hola í höggi hjá kylfingum í byrjun sumars!

Sumir kylfingar koma vel undan vetri og með heppnina í fararbroddi í byrjun sumars!

Þrír kylfingar hafa þegar farið holu í höggi á völlum GKG!

Fyrstur til að ná draumahögginu var Guðmundur Bernhard Jóhannsson, sem afrekaði þetta strax á opnunardeginum á Mýrinni 8. maí!

Guðmundur var á 9. holu og mældi 125 metra […]

Úrslit í Opnunarmóti GKG 2024 í boði Bola

Opnunarmót okkar GKG-inga var haldið með með glæsibrag í fínasta vorveðri í dag. Mótið markaði einnig opnun Leirdalsvallar og um leið upphaf golfvertíðarinnar.

Það er alltaf stemning hjá okkur þegar fyrsta innanfélagsmótið er haldið. Fyrir utan það að hitta allt félagsfólkið þá er […]

Hulda Clara tryggði sér sigur í háskólamóti!

Afrekskylfingar GKG halda áfram að slá í gegn í orðsins fyllstu merkingu! Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í golfi 2021, sigraði á sínu fyrsta háskólamóti s.l. þriðjudag á á Firekeeper golfvellinum í Mayetta, Kansas. Þetta mót er svo kallað Conference mót og er eitt af lykilmótum hvers árs. […]

Frábær árangur á Sand Valley mótaseríunni í Póllandi

Sex af okkar allra fremstu afrekskylfingum í GKG luku í dag þriðja mótinu í röð sem haldin voru á Sand Valley vellinum í Póllandi. Mótin eru hluti af Nordic Golf League atvinnumannamótaröðinni sem er í þriðja styrkleikflokki mótaraða í Evrópu.

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson, Bjarki Pétursson, Hlynur Bergsson, Kristófer […]

Aron Snær þriðji á Nordic Golf League í Póllandi

GKG-ingurinn Aron Snær Júlíusson náði flottum árangri og endaði í 3. sæti á 12 höggum undir pari vallar samtals. Hann lék hringina þrjá á 204 höggum (67-69-68). Aron Snær er ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni í karlaflokki og hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Alls tóku sjö […]

GKG-ingurinn Ágústa Guðmundsdóttir á orðið

Það styttist heldur betur í sumarið okkar og aldeilis við hæfi að einn af stofnendum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar gefi okkur tóninn inn golfævintýrin framundan. Við erum að tala um afrekskylfinginn og Kópavogsbúann glaðværa Ágústu Guðmundsdóttur sem lumar á góðum ráðum handa ungu kylfingunum okkar og er bara dásamleg fyrirmynd […]

Go to Top