Hvað segir GKG-ingurinn Róbert Leó?

GKG-ingurinn Róbert Leó Arnórsson er 19 ára gamall Kópavogsbúi með +0,8 í forgjöf. Það var pabbi hans, Total maðurinn góði Arnór Gunnarsson, sem kynnti soninn fyrir golfinu og Róbert Leó hefur alltaf verið með golfkylfu í höndunum bara síðan hann man eftir sér. Hann á hvorki meira né minna en tvær […]

Styrktarmót fyrir Gulla, Aron Snæ og Kristófer

Þrír af okkar fremstu afrekskylfingum standa fyrir 9 holu hermamóti til styrktar vegferðar þeirra í atvinnu- og áhugmannamótum sem framundan eru í sumar.

Mótið verður leikið í TrackMan golfhermi á Royal Drottningholm Golf Club í Svíþjóð. Leiknar verða 9 holur (fyrri 9) og hafa kylfingar til 3. mars til þess að […]

Hvað segir GKG-ingurinn Ragnheiður Stephensen?

Ragga Steph, eins og við GKG-ingar köllum þessa flottu fyrrverandi afrekskonu í boltaíþróttum, leitast við að spila sem flesta golfvelli í nágrenni höfuðborgasvæðisins yfir sumartímann, en eins og hún segir sjálf, þá er heima alltaf best og í GKG á Ragga svo sannarlega heima. Í klúbbnum er hún ekki einungis […]

Aðalfundur GKG – Jón Júlíusson endurkjörinn formaður

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 30. nóvember.

Jón Júlíusson var endurkjörinn formaður klúbbsins.

Tveir aðilar gáfu kost á sér í laus sæti í stjórn. Sigríður Olgeirsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson koma ný inn í stjórn GKG.  Fráfarandi stjórnamenn eru þau Ásta Kristín Valgarðsdóttir og Einar Gunnar Guðmundsson sem […]

Íslenska mótaröðin í TrackMan

Nú fer af stað ný mótaröð í TrackMan þar sem markmiðið er m.a. að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartímann. Við vonumst til að kylfingar fjölmenni í mótin, hafi gaman af því að keppa og bera sig saman við aðra í sínum aldursflokki.

Mótaröðin er samstarfsverkefni golfklúbba þar sem þeir […]

Vantar þig kvittun fyrir félagsgjaldinu? Sjá leiðbeiningar.

Ef þig vantar kvittun fyrir félagsgjaldinu þá er einfalt að sækja það í XPS félagakerfi GKG.

Ferlið er eftirfarandi:

  1. Farðu á https://xpsclubs.is/gkg/registration og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
  2. Veldu nafn þitt efst hægra megin, smelltu á örina og veldu “Mínar hreyfingar”
  3. Smelltu á krossinn lengst til vinstri og […]

Hvað segir GKG-ingurinn Marinó Már?

GKG-ingurinn Marinó Már Magnússon býr í Garðabæ, elskar Pepsi max og golf, er enda með 5,3 í forgjöf og komst alveg niður í 1,9 þegar hann var sem duglegastur að æfa. Þessi golfsnillingur er ekkert síðri með myndavélina en hann er annar þeirra ljósmyndara sem eiga heiðurinn af öllu flottu […]

Lokaúrslit í Liðakeppni GKG, Holukeppni og VITA mánudags

Á laugardag fór fram lokahnykkurinn í keppnishaldi GKG. Hefð er komin fyrir því að leika til úrslita í Liðakeppninni og Holukeppninni og halda „opið“ innanfélagsmót, Lokamótið“.  

Vegna leiðindaveðurs var lokamótinu sjálfu aflýst en úrslitin réðust í Liðakeppni GKG þegar Öldungarnir og Skotturnar létu vaða í óveðrinu og léku til þrautar. […]

Aron Snær og Elísabet Sunna klúbbmeistarar GKG!

Meistaramót GKG í ár var það 30. í röðinni. Alls voru skráðir 449 keppendur í mótið í 26 flokkum.

Elísabet Sunna Scheving kom sá og sigraði í meistaraflokki kvenna á 318 höggum, sjö höggum á undan Karen Lind Stefánsdóttur og átta höggum á undan Katrínu Hörn Daníelsdóttur sem hafnaði í þriðja […]

Arnar Daði og Elísabet Sunna með forystuna í Meistaraflokkum

Meistaramót GKG í Meistaraflokkum er nú hálfnað og ungu kylfingarnir eru heldur betur að koma sterk inn og velgja þeim “gömlu” undir uggum.

Arnar Daði Svavarsson, sem verður 14 ára á sunnudaginn leiðir í Meistaraflokki karla eftir tvo frábæra hringi á 70 og 71 höggi, einu höggi undir pari. Á hælum […]

Go to Top