Slide

Þrír Íslandsmeistaratitlar til GKG um helgina!

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Þrír ungir kylfingar úr GKG hömpuðu Íslandsmeistaratitlum, þeir Gunnar Þór Heimisson í flokki 13-14 ára, Guðjón Frans Halldórsson í flokki 15-16 ára og Gunnlaugur Árni Sveinsson í flokki 17-18 ára.

Aðrir GKG-ingar sem komust […]

Gunnlaugur Árni Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára!

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í flokki 17-18 ára flokki pilta. Hann lék samtals á 6 höggum undir pari vallar, 207 höggum. Róbert Leó Arnósson, GKG, varð annar á +3 samtals […]

Úrslit í Íslandsmótum U14 og U12. Arnar Daði Íslandsmeistari unglinga U14!

Íslandsmóti unglinga í U14 og U12 flokkum lauk í gær á Setbergsvellinum. 

Arnar Daði Svavarsson, GKG, sigraði á Íslandsmótinu í höggleik í flokki 13-14 ára drengja 2022. Til hamingju Arnar Daði! 

Leiknir voru þrír 18 holu hringir í þessum aldursflokki.

Arnar Daði lék á frábæru skori eða 6 höggum undir pari vallar, 201 […]

GKG Íslandsmeistarar golfklúbba!

Karlasveit GKG er Íslandsmeistari golfklúbba 2022 í 1. deild karla. Úrslitin réðust á Hlíðavelli um helgina þar sem að GKG og GR léku til úrslita. GM varð í þriðja sæti og GA í fjórða sæti.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1961 og er mótið í ár það 62. í […]

Úrslitin ráðast í dag á Meistaramóti GKG

Í dag er 7. og lokadagur meistaramótsins og í kvöld krýnum við Klúbbmeistara GKG 2022.

  • Meistaraflokkur kvenna ræsir út á bilinu 12:30 til 12:27 og kemur í hús milli kl. 16:00 og 16:27
  • Meistaraflokkur karla ræsir út á bilinu  12:36 til 13:48 og kemur í hús milli kl. 17:06 og […]

Úrslit í barna- og unglingaflokkum í Meistaramóti GKG 2022

Keppni lauk s.l. þriðjudag í barna- og unglingaflokkum í Meistaramóti GKG. Alls tóku 63 keppendur þátt í flokkum U10, U12, U14 og U16.
Lokahóf var haldið með verðlaunafhendingu og veitingum fyrir alla keppendur. 

Hér fyrir neðan má sjá verðlaunasæti í öllum flokkum.

Heildarúrslit fyrir U14, U12, U10 er hægt að […]

Meistaramót sóknardagur (Moving Day)

Kæru félagsmenn, í dag er næst síðasti dagur Meistaramótsins. Í dag geta keppendur komið sér í lykilstöðu fyrir lokadaginn og því til mikils að vinna að spila góðan hring.

Við hvetjum ykkur til að koma og horfa á okkar bestu kylfinga keppa sín á milli og við völlinn. Hér að neðan […]

Hitaðu upp fyrir hringinn á árangursríkan hátt

Nú er Meistaramótið um það bil að hefjast og viljum við hvetja félagsmenn til að hita upp á markvissan hátt til að vera klár í slaginn þegar mætt er á teig.

Trackman hermarnir hjá okkur eru frábær leið til að taka 20 mínútna upphitun þar sem þú getur æft höggin sem […]

Go to Top