Nú stefnir allt í það að við hefjum framkvæmdir á íþróttamiðstöð GKG í haust. Að því tilefni boðum við til félagsfundar þar sem við förum yfir lokadrög af teikningum og hönnun húsnæðisins sem hafa tekið breytingum frá því við héldum síðasta fund. Fundurinn verður haldinn í Stjörnuheimilinu Ásgörðum, þriðjudaginn 2. september og hefst kl. 20:00

Dagskráin er eftirfarandi:

-Almennt um verkefnið – Guðmundur Oddsson formaður

-Teikningar og hönnun – Helgi Már Halldórsson

-Almennar umræður

Stjórn og starfsfólk GKG