Gleðilegt ár kæru golfkonur.

Ný kvennanefnd er að hefja störf þessa dagana og skipulegja starf stitt.

Stjórnina skipa: Þorgerður Jóhannsdóttir, formaður, Bryndís Ósk Jónsdóttir,Helga Björg Steingrímsdóttir,  Hildur Arnardóttir,  Linda Björg Pétursdóttir, Sesselja Magnea Matthíasdóttir og Sigríður Hjaltadóttir.  Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum.

Fyrsta verk okkar er að koma okkur í æfingu fyrir sumarið og eins og undanfarin ár ætlum við að hittast á þriðjudögum í Kórnum, núna verðum við með tímann kl. 20.15-21.15. María M. Guðnadóttir mun setja upp æfingastöðvar og Haukur Már Ólafsson PGA kennari mun vera okkur innan handar. Við byrjum á morgun þriðjudaginn 12. janúar. Einnig verða tímar fyrir konur 50 ára og eldri kl. 21:15-22:15. Vonumst við að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flestar þar.

Frekari fréttir frá stjórn verða sendar út síðar með tölvupósti og einnig á facebook síðu okkar GKG kvenna.

Hlökkum til að starfa með ykkur,

golfkveðjur

f.h. kvennanefndar GKG

Þorgerður Jóhannsdóttir

gerda@samfylking.is