Það var mikið líf og fjör á golfdögum Kringlunnar og GSÍ, sem haldnir voru dagana 2.-3.maí, en GKG var með stóran kynningarbás á laugardaginn.

Mikill fjöldi áhugasamra gesta lagði leið sína í Kringluna, fékk ráðgjöf, fræðslu og kennslu um golf auk frábærra tilboða í verslunum.

GKG var með Foresight herminn og keppt var um lengsta “drive” og einnig í nándarkeppni af 110 metra færi.

Hér er listi yfir verðlaunahafa.

Lengsta teighögg  kvenna

Helena Kristín, 209 m. Vinningur 60.000 kr gjafabréf frá Trans – Atlantic og 10.000 kr gjafabréf frá Boss. Bikar frá Meba

Björg Hákonardóttir, 202m. Vinningur: Ecco golfskór

Anna Huld Óskarsdóttir, 180m. Vinningur: 20.000 kr gjafabréf frá ZO-ON

Lengsta teighögg  karla

Jóhann Már 282m. Vinningur 60.000 kr gjafabréf frá Trans – Atlantic og 10.000 kr gjafabréf frá Boss. Bikar frá Meba

Arnór Gunnarsson 280m. Vinningur: Ecco golfskór

Sigtryggur Aðalbjörnsson 278m. Vinningur: 20.000 kr gjafabréf frá ZO-ON

Nándarverðlaun

Viktor Ingi Einarsson 0.83m Ecco golfskór

Viktor Elvar 1.57m Ranger Finder fjarlægðakíkir

Björn Viktor Viktorsson 1.11m Titleist DT Solo boltar 12 stk.

Púttkeppni á vegum GSÍ.

Dregið var úr hópi þeirra sem leystu púttþrautina.

Elvar Guðmundsson. Vinningur: 50.000 kr gjafabréf frá Úrval Útsýn

Gunnar Þorkels. Vinningur 40.000 kr gjafabréf frá Trans – Atlantic

Sigurþór Jónsson. Vinningur: Golfpoki frá Ecco

Þeir sem tóku þátt í pútt og drive keppni fóru í pott og dregið var úr þátttakendalista.

Ný keppni var haldin en keppnin um að vera Íslandsmeistari í að halda bolta á lofti fór fram og okkar eini sanni Siggi Hlö stýrði þeim skemmtilega viðburði: Sigurvegari var Gísli Sveinbergsson.  Verðlaun. Veglegur bikar + 10.000 kr gjafakort frá Kringlunni.

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun á þjónustuborðinu í Kringlunni.

IMG_2601 (Medium)