Það var mikið líf og fjör á golfdögum Kringlunnar og GSÍ, sem haldnir voru dagana 8.-11.maí, en GKG var með stóran kynningarbás á laugardaginn.
2014-05-10 17.05.35

Mikill fjöldi áhugasamra gesta lagði leið sína í Kringluna, fékk ráðgjöf, fræðslu og kennslu um golf auk frábærra tilboða í verslunum.

Hundruðir spreyttu sig í spennandi keppnum í göngugötu enda til mikils að vinna. Keppt var í golfhermi á Blómatorgi um lengsta “drive” auk krefjandi púttkeppni.

Allir þáttakendur áttu möguleika á vinningi því auk glæsilegra vinninga fyrir efstu sæti, var dregið úr skorkortum.

GKG hélt keppnina um lengsta teighöggið og tóku 104 þátt í þeirri keppni, en veitt voru verðlaun í karla og kvennaflokki. Hér er listi yfir verðlaunahafa.

Lengsta drive kvenna          Lengd                Verðlaun
Ragnheiður Sigurðardóttir 210 m              Golfpoki frá Ecco og bikar frá Meba
Eva Karen Björnsdóttir        203 m               20.000 kr. gjafakort frá ZO-On
Hafdís Alda                                193 m               10.000 kr gjafakort frá Kringlunni

Lengsta drive karla
Alfreð Brynjar Kristinsson 306 m                Golfpoki frá Ecco og bikar frá Meba
Guðni Valur Guðnason         300 m                20.000 kr. gjafakort frá ZO-On
Einar Hannesson                     295 m                10.000 kr gjafakort frá Kringlunni

Einnig var keppni í golfherminum okkar um næstur holu á 7. braut á Belfry vellinum, og tóku 64 þátt í þeirri keppni. Teignum var stillt upp 111 metra frá holu og urðu úrslit eftirfarandi:

1. Birgir Björn Magnússon – 1,47 m frá holu (Golfskór frá ECCO)
2. Hilmar Halldórsson – 1,77 m frá holu (Range finder fjarlægðarkíkir)
3. Þórhallur Árni – 1,87 m frá holu (Dúsín af Titleist DT Solo)

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun fyrir næstur holu hjá Úlfari/Agnari á skrifstofu GKG.