Kæru félagar.
Nú styttist í að vellirnir okkar opni og því upplagt að fá góðar leiðbeiningar til að njóta golfsins enn betur. Golfskóli GKG býður upp á mörg námskeið sem henta breiðum hópi kylfinga. Hópastærð er takmörkuð við 5-6 manns þannig að hver og einn fær persónulega nálgun.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit fyrir námskeiðin sem eru í boði í maí, en skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ulfar@gkg.is. Námskeiðin eru blönduð kk og kvk:
Grunnnámskeið 7., 8., 14., 15. maí Hópur 1 kl 10-11
Grunnnámskeið 7., 8., 14., 15. maí Hópur 2 kl 11-12 – uppselt
Grunnnámskeið 7., 8., 14., 15. maí Hópur 3 kl 12-13
Grunnnámskeið 7., 8., 14., 15. maí Hópur 4 kl 13-14
Hámarksfjöldi 5 manns. Verð kr. 10.000 per nemanda
Paranámskeið 16., 23., 30. maí Hópur 1 kl 18-19 – uppselt
Paranámskeið 16., 23., 30. maí Hópur 2 kl 19-20
Paranámskeið 16., 23., 30. maí Hópur 3 kl 20-21 – uppselt
Upplagt fyrir maka/pör sem vilja taka gott námskeið og kynnast nýjum spilafélögum í leiðinni.
Hámarksfjöldi 6 manns. Verð kr. 6.500 per nemanda
Grunnnámskeið 17., 24., 31. maí Hópur 1 kl 18-19 – uppselt
Grunnnámskeið 17., 24., 31. maí Hópur 2 kl 19-20 – uppselt
Grunnnámskeið 17., 24., 31. maí Hópur 3 kl 20-21 – uppselt
Hámarksfjöldi 5 manns. Verð kr. 7.500 per nemanda
Grunnnámskeið 18.5, 25.5, 1. júní Hópur 1 kl 18-19 – uppselt
Grunnnámskeið 18.5, 25.5, 1. júní Hópur 2 kl 19-20 – eitt sæti laust
Grunnnámskeið 18.5, 25.5, 1. júní Hópur 3 kl 20-21 – uppselt
Hámarksfjöldi 5 manns. Verð kr. 7.500 per nemanda
Grunnnámskeið 19.5, 26.5, 2. júní Hópur 1 kl 18-19 – uppselt
Grunnnámskeið 19.5, 26.5, 2. júní Hópur 2 kl 19-20
Grunnnámskeið 19.5, 26.5, 2. júní Hópur 3 kl 20-21
Hámarksfjöldi 5 manns. Verð kr. 7.500 per nemanda
Kennari er Hlöðver Guðnason, PGA golfkennari og GKG meðlimur.
Greiðsluupplýsingar GKG: Banki 0318 – 26 – 176, kt. 650394-2089
Skýring: v/námskeið og nafn. Senda kvittun á ulfar@gkg.is
Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins, vipp, pútt, innáhögg og teighögg.
Kennsla og æfingaboltar eru innifalnir. Kennslan fer fram á æfingasvæðum GKG, mæting ávallt við pallana við áhaldahúsið. Ef veður er mjög óhagstætt þá er hægt að leita skjóls í nýrri og glæsilegri inniæfingaaðstöðu félagsins.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður, en hægt er að skrá sig með því að senda póst á ulfar@gkg.is
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG
ulfar@gkg.is
8629204