Meistaramót GKG verður haldið dagana 3. – 9. júlí 2016. Mótið hefur verið hápunktur sumarsins í félagsstarfsemi GKG, keppt er í 25 mismunandi flokkum og má finna allar nánari upplýsingar hér.

Mótstjórn hefur ákveðið eftirfarandi breytingar frá því í fyrra:

  • Börn og unglingar spila nú í fjóra daga í stað þriggja
  • Aldur öldunga er lækkaður niður í 50 ár til samræmis við reglur LEK. Spilað er í tveimur flokkum og er leikfyrirkomulagið höggleikur með forgjöf
  • Öldungaflokkur 70 ára og eldri verður 65 ára og eldri og er leikfyrirkomulagið höggleikur með forgjöf. Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið í höggleik án forgjafar

Við hvetjum alla GKG-inga til að taka þátt í þessu glæsilega móti og upplifa þá stemmingu að keppa í alvöru golfmóti með alvöru umgjörð. Ekki skemmir það fyrir í ár að búast má við góðri stemmningu á svölum Íþróttamiðstöðvarinnar.

Mótstjórn áskilur sér rétt til að fella niður flokka ef ekki er næg þátttaka, viðmiðið er 5 einstaklingar. Jafnframt áskilur mótsjórn sér rétt til að loka fyrir skráningu í flokka ef fjöldi þátttakenda rúmast ekki innan tímamarka.

Skráning í mótið er á www.golf.is