Heilir og sælir félagar
Viljum vekja athygli á opnunartímum okkar í æfingaaðstöðu GKG, þ.e. í Kórnum og Íþróttamiðstöðinni.
Íþróttamiðstöðin
Virka daga: húsið opnar 10:00 og lokar kl. 22:00
Æfingar barna/unglinga/afrekshópa eru frá kl 15-19 mán-fim en kl. 14-17 á föstudögum. Ekki er hægt að nota netin eða púttflötina meðan þessar æfingar eru í gangi.
Meðan æfingar eru í gangi þá eru tveir hermar í útleigu til almennra kylfinga.
Um helgar: húsið opnar 9:00 og lokar 22:00 eða fyrr.
Lokunartími fer eftir bókun í golfherma, við ráðleggjum því fólki að hringja á undan (565 7373), ætli það sér að koma og æfa sig eftir kvöldmat.
Við ráðgerum að Kórinn verði nýttur undir skipulagðar æfingar barna- og unglingastarfs, námskeið og almenna kennslu. Íþróttamiðstöðin verði hinsvegar miðstöð félagsmanna til að æfa sig að slá í net, vippa og pútta, endurgjaldslaust. Utanfélagsmenn eru velkomnir en greiða kr. 1.000 fyrir þessa aðstöðu hvert skipti.
Nota þarf sína eigin bolta við æfingar. Nota skal hreina æfingaskó (alls enga gaddaskó) og ganga vel frá áhöldum eftir æfingar.
Kórinn
Húsið opnar um kl. 8:00 og lokar um kl. 22:00
Æfingar barna/unglinga/afrekshópa eru frá kl 15-18 mán-fim en kl. 14-17 á föstudögum. Námskeið eru frá 18-21 mán-fim. Ekki er hægt að nota netin eða púttflötina meðan þessar æfingar og námskeið eru í gangi.
Kvennatímar verða annan hvern þriðjudag í Kórnum frá kl. 18-22, og verður fyrsti tíminn 4. janúar. Kvennanefndin auglýsir fyrirkomulag þeirra æfinga þegar nær dregur.
Birt með fyrirvara um breytingar.
Upplýsingar um Trackman golfhermana er að finna hér, en til að leigja tíma til að æfa og leika á einhverjum af þeim 80 völlum sem þar eru í boði, þá er hægt að bóka rafrænt hér, eða hringja í golfverslun GKG í síma 565 7373.
Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér okkar frábæru æfinga- og félagsaðstöðu og æfa skipulega í allan vetur og koma þannig vel undirbúnir til leiks næsta vor.

• Jólagjöfin fæst í verslun GKG • 15% afsláttur af öllum vörum • Allskyns gjafabréf í kennslu, golfherma og inneignarnótur