Finnish Junior International mótinu lauk nú fyrir stuttu og tóku alls 17 kylfingar frá Íslandi þátt í þessu skemmtilega móti. Leikið var í tveimur flokkum drengja og stúlkna, 15-16 ára og 14 ára og yngri.

Sigurður Arnar Garðarsson lék frábærlega á mótinu og hafnaði í öðru sæti. Sigurður leiddi fyrir lokahringinn en náði sér ekki alveg á strik á seinustu níu holunum, en Finninn Oscar Darlington lék sinn besta hring og kom inn á 71 höggi, og sigraði með þriggja högga mun.

Þetta er frábær árangur hjá Sigurði, en hann á enn tvö ár eftir í 14 ára og yngri flokknum. Svo sannarlega eitt allra mesta efni landsins hér á ferð!

GKG átti 6 keppendur í mótinu, en auk Sigurðar kepptu Ingi Rúnar Birgisson, Hlynur Bergsson, Jóel Bjarkason, Bragi Aðalsteinsson og Magnús Helgason.

Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.

2014-06-27 18.44.13