Mýrarnefnd hefur skilað frá sér skýrslu með tillögu að framþróun Mýrinnar. Skýrslan er mjög vel unnin og mun nýtast klúbbnum vel sem grunngagn varðandi framtíðaruppbyggingu vallarins. Fullt af góðum hugmyndum eru lagðar fram. Allar hugmyndir hafa vægi og skiptist skýrslan upp í heildamynd Mýrinnar og svo er hver og ein hola tekin fyrir. Sjá má afraksturinn með að smella hér. ( Mýrin skýrsla )
Þó svo að þessi vinna hafi átt sér stað í vetur, þá hafa vallarstarfsmenn ekki setið auðum höndum en búið er að leggja fleiri kílómetra af drenlögnum á þriðju, sjöttu og sjöundu holur Mýrarinnar auk þeirrar 15. á Leirdalnum. Þessar brautir ættu því að vera spilahæfar ef svo ólíklega vill til að rigningarsumarið 2014 endurtaki sig 😉