Í gær fór fram púttmótaröð barna-, unglinga- og afreksstarfs, en þetta var 11. mótið frá áramótum. Til að taka þátt í heildarkeppninni þurfti að taka þátt í 6 mótum. Keppt var í alls 8 flokkum, en að þessu sinni var einnig flokkur aðstandenda. Að loknu púttmótinu var boðið upp á léttar veitingar og verðlaunaafhendingu. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin, en einnig hægt að skoða heildarárangur allra keppenda hér.
Myndir frá gærdeginum eru á FB síðu barna- og unglingastarfsins hér.
Bjarney Ósk Harðardóttir fékk viðurkenningu fyrir bestu mætinguna, en hún mætti í öll ellefu mótin!
Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna í vetur og óskum öllum vinningshöfum til hamingju!