TARAMAR Vinkvennamót GKG og GM
Um er að ræða tveggja móta vinkvennakeppni milli golfklúbbanna GKG og GM.
Einn hringur er leikinn hjá hvorum klúbbi fyrir sig. Sá klúbbur sem fær flesta samanlagða punkta þessa tvo daga vinnur og verður miðað við 10 punktahæstu konur hvorn dag úr hvorum klúbbi.
Fyrri hringurinn var leikinn á GM 19. júlí s.l. og nú er komið að síðari hringnum hjá GKG á Leirdalsvelli þann 23. ágúst 2016.
Veittar verða viðurkenningar til þriggja kvenna sem verða með samanlagða flesta punkta þessi tvo mót og einnig fær sú kona viðurkenningu sem verður með lægsta samanlagða skorið báða dagana. Ekki er hægt að fá vinning bæði fyrir flesta punkta og lægsta skor.
Stefnt skal að því að saman leiki í holli tvær konur frá GM og tvær konur frá GKG. Í mótslok eftir seinni hring verða afhentar viðurkenningar.
Ekki er skilyrði að taka þátt í báðum mótunum.
Verðlaunaafhending verður í hinum glæsilega golfskála GKG Mulligan og áætluð uppúr kl. 21.30
Veitingasalan verður með tilboð á mat.
Verðlaun:
1.Sæti punktar – Gjöf frá Taramar + léttvínsflaska
2. Sætið punktar – Gjöf frá Taramar
3. Sæti punktar – Gjöf frá Taramar Besta skor – Gjöf frá Taramar + léttvínsflaska
Einnig eru veitt nándarverðlaun á öllum par þrjú holum á Hlíðavelli og fjórum par þrjú holum á Leirdalsvelli. Þá verður dregið úr nokkrum skorkortum í verðlaunaafhendingunni og viðkomandi verður að vera á staðnum.
Opnað verður fyrir skráningu á golf.is á morgun þriðjudaginn 9. ágúst kl. 12.00. GM konur greiða 3.500.- í golfskála GKG. Rástímar eru frá kl. 13.00 – 17.00 (ath. ekki verður hægt að ræsa út síðar vegna birtuskilyrða).
Kvennanefndir GKG og GM