Hápunktar eftir WJGS American Junior mótið

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur í GKG tók þátt  í sterku unglingamóti sem haldið er á King & Bear vellinum í St. Augustine í Flórida um jólin. Sigurður stóð sig mjög vel í höggi við sér mikið eldri kylfinga í flestum tilvikum, en hann lék á 81-81-79, +25 og endaði jafn í […]

Flottur árangur hjá Hlyni á Junior Orange Bowl

Hlynur Bergsson, afrekskylfingur úr GKG tók þátt í Junior Orange Bowl mótinu sem er firnasterkt unglingamót haldið á Biltmore vellinum í Flórida núna milli jóla og nýárs. Einungis landsmeisturum og öðrum köppum sem sigrað hafa á sterkum mótum er boðin þátttaka.

Hlynur stóð sig gríðarlega vel og endaði í 18. sæti […]

Sigurður Arnar stóð sig vel á sterkum mótum um jólin

Sigurður Arnar Garðarsson, 14 ára kylfingur úr GKG, og einn sá allra efnilegasti á landinu, stóð sig feikivel í tveimur alþjóðlegum mótum sem hann tók þátt í í Flórída um jólin.

Sigurður tók þátt í ásamt Kristófer Karli Karlssyni úr GM á Doral-Publix Junior Golf mótinu sem fór fram í Flórída. […]

Jólafrí frá æfingum barna og unglinga 21. des til 3. jan

Nú styttist í jólafrí hjá okkur, en við verðum með æfingar til og með þriðjudagsins 20. desember.

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verður jólaþema þannig að upplagt að koma á æfingar með jólahúfu eða eitthvað annað jólalegt.

Æfingar hefjast síðan að nýju 4. janúar samkvæmt æfingatöflu.

Íþróttamiðstöðin verður aðeins lokuð 24.-26. […]

GKG afrekskylfingar í háskólum Bandaríkjanna – Aron Snær Júlíusson

Landsliðsmaðurinn Aron Snær Júlíusson hóf nám í haust við University of Louisiana – Lafayette á golf skólastyrk. Við fengum hann til að svara nokkrum léttum spurningum.

Nafn: Aron Snær Júlíusson
Fæddur: 1996
Meðlimur í GKG síðan 2006
Forgjöf í dag: +1,8
Skóli: University of Louisiana, Lafayette, Louisiana.
Heimasíða golfliðsins
Upplýsingar um mótaskrá og árangur golfliðs […]

GKG kylfingar í háskólum Bandaríkjanna – Emil Þór Ragnarsson

Emil Þór Ragnarsson er einn af afrekskylfingum GKG sem sækir nám við háskóla í Bandaríkjunum á golf skólastyrk. Hann er á öðru ári hjá Nicholls State University í Louisiana og fengum við hann til að svara nokkrum léttum spurningum.

Nafn: Emil Þór Ragnarsson
Fæddur: 1994
Meðlimur í GKG síðan 2004
Forgjöf í dag: 1,3
Skóli: Nicholls […]

GKG afrekskylfingar í háskólum Bandaríkjanna – Særós Eva Óskarsdóttir

Þrír afrekskylfingar bættust við í hóp þeirra sem sækja háskólanám í Bandaríkjunum á golf skólastyrk. Fyrir eru Ragnar Már Garðarsson sem er núna á sínu lokaári hjá University of Louisiana – Lafayette. Emil Þór Ragnarsson er á öðru ári við nám hjá Nicholls State háskólann í Louisiana. Í haust bættust […]

Sigurður Arnar og Hulda Clara kylfingar ársins hjá GKG

Uppskeruhátíð GKG fór fram fyrir stuttu í Íþróttamiðstöðinni, og var svo sannarlega gaman að geta haldið þessa hátíð á heimavelli. Alls mættu um 60 iðkendur og svipaður fjöldi aðstandenda kom einnig og tók þátt í fögnuðinum. Dagurinn hófst á pútt- og vippkeppni í inniæfingaaðstöðunni. Að verðlaunaafhendingu lokinni var pizzuveisla í boði […]

Skráning hafin á vetraræfingar barna og unglinga 2016-2017

Vetraræfingar barna og unglinga í GKG hefjast 7. nóvember, en minnum á að við erum enn með haustæfingar í gangi á GKG æfingasvæðunum til 22. september. Til að taka þátt í vetraræfingunum þá þarf að vera félagsmaður í GKG og skrá sig á æfingar hér. Upplýsingar um æfingatöfluna finnurðu einnig á sömu […]

Sigurður sigraði í fimmta sinn í röð á Íslandsbankamótaröðinni!

Fimmta og næsta síðasta mót ársins 2016 á Íslandsbankamótaröð yngri kylfinga fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík um helgina. Veðrið lék við keppendur sem voru rétt um 130 og að venju var keppt í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum.

GKG stóðu sig vel að venju og hélt sigurganga Sigurðar Arnars áfram, […]

Go to Top