Aron Snær, Sigurður og Alma á verðlaunapalli um helgina

Mótaraðir GSÍ fóru af stað um helgina þegar Eimskipsmótaröðin var leikin í Leirunni og Íslandsbankamótaröðin á Skaganum.

Okkar fólk náði ágætum árangri, en Aron Snær Júlíusson hafnaði í þriðja sæti á Eimskipsmótaröðinni eftir að hafa leitt mótið eftir tvo fyrstu hringina.

Á Íslandsbankamótaröðinni náði Sigurður Arnar Garðarsson 2. sæti í flokki 14 […]

Sigurður Arnar og Elísabet keppa á US Kids Evrópumótinu

Sigurður Arnar Garðarsson og Elísabet Ágústsdóttir, kylfingar úr GKG, hefja keppni í dag á US Kids Evrópumótinu í Skotlandi. Leiknir verða þrír hringir og ráðast úrslitin því á fimmtudag. Einnig leika á mótinu Ólöf María Einarsdóttir GHD, Arnór Snær Guðmundsson GHD, Kristófer Karl Karlsson GM og Kjartan Óskar Guðmundsson NK.

Eftir […]

Skráning hafin á sumaræfingar GKG

Sæl og blessuð.

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á sumaræfingar barna og unglinga, en æfingar hefjast eftir að skólum lýkur, 8. júní.  Til þess að geta tekið þátt í sumaræfingum GKG þarf að vera meðlimur í GKG og fylla út skráningarformið.

Allar upplýsingar, s.s. æfingatöflu, skipulag og markmið æfinga, og […]

Púttmótaröð barna og unglinga lokið – úrslit

Í gær lauk púttmótaröð barna og unglinga í GKG og voru mörg góð tilþrif sýnd á púttflötinni í Kórnum.

Meðan á púttmótinu stóð var boðið uppá gos og nammi ofl. Við þökkum kærlega fyrir góða og skemmtilega þátttöku í vetur. Hér fyrir neðan má sjá nöfn vinningshafa í heildarkeppninni, en fjögur […]

Úrslit í næst seinasta púttmóti vetrarins

Sjötta mótið af sjö púttmótum vetrarins var haldið s.l. laugardag. Alls tóku 25 krakkar þátt í mótinu og er hægt að sjá árangur þriggja bestu í hverjum flokki hér fyrir neðan. Til að sjá úrslit allra keppenda smellið hér.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og minnum á seinasta mótið sem fer fram […]

Góð mæting og stemmning á fríu námskeiði hjá GKG

Síðastliðinn laugardag fór fram golfkynning í Kórnum á vegum GKG og var börnum 7-11 ára boðið á frítt námskeið þar sem áherslurnar voru skemmtilegar golfþrautir með SNAG og venjulegum kylfum, auk annarar hreyfingar. GKG hefur staðið fyrir þessum námskeiðum í vetur annan hvern laugardag frá því í byrjun febrúar. Námskeiðin […]

Frítt á SNAG golfnámskeið í Kórnum fyrir 7-11 ára

GKG býður 7-11 ára börnum á ókeypis námskeið í æfingaaðstöðu GKG í Kórnum á laugardag n.k. Mæting er kl. 10 og stendur námskeiðið til kl. 10:50. Notast verður við SNAG golfbúnaðinn, sem og venjulegar kylfur. Námskeiðið verður í leikjaformi þar sem blandað verður golfæfingum og annari hreyfingu.

Allur búnaður er á staðnum.

Þetta […]

Úrslit í páskapúttmóti barna og unglingastarfs GKG

Fimmta mót af sjö púttmótum vetrarins var haldið s.l. laugardag. Í tilefni þess að páskar eru á næsta leiti var sérstakt páskaþema, en gómsæt páskaegg frá Góu voru í verðlaun fyrir 3 efstu sæti í hverjum flokki. Auk þess var nammií boði  fyrir alla keppendur. Alls tóku 36 krakkar þátt í […]

Æfingar hjá GKG fyrir og eftir páska

Æfingar hjá GKG í Kórnum verða til staðar samkvæmt áætlun frá mánudegi 30.mars til og með 1. apríl. Flest önnur íþróttafélög taka frí þessa daga en við munum í staðinn taka frí frá æfingum vikuna 7.-10. apríl þegar keppnishópar ásamt þjálfurum eru í æfingaferð á Spáni.

Almennar æfingar hefjast á ný […]

Viktor Snær sigraði á innanfélagspúttmóti GKG

Í gær fór fram innanfélagspúttmót í Kórnum og mættu um 30 hressir keppendur til leiks. Leiknir voru þrír hringir og töldu tveir bestu hringirnir.

Viktor Snær Ívarsson, ungur kylfingur úr keppnishópi GKG, sigraði á frábæru skori, 20 undir á tveimur hringjum! Viktor Snær var því krýndur púttmeistari GKG 2015.

Úrslit mótsins voru […]

Go to Top