GKG auglýsir eftir verkstjóra fyrir golfleikjanámskeiðin í sumar

GKG leitar að verkstjóra á vikuleg golfleikjanámskeið í sumar. Fyrsta námskeið hefst 8. júní og því seinasta lýkur 31. júlí. Alls 7 vikur auk einnar viku frí þegar Meistaramót klúbbsins fer fram (29.6-3.7). Gert er ráð fyrir að verkstjóri hefji störf vikuna áður til að undirbúa námskeiðið og þjálfa leiðbeinendur. […]

Úrslit í 4. púttmótið barna og unglinga

Fjórða mót af sjö púttmótum vetrarins var haldið s.l. laugardag. Fjögur bestu mótin telja í heildarkeppninni. Alls tóku 28 krakkar þátt í mótinu og er hægt að sjá árangur þriggja bestu í hverjum flokki hér fyrir neðan. Til að sjá úrslit allra keppenda smellið hér.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og […]

Úrslit í púttmóti nr. 3 hjá börnum og unglingum GKG

Þriðja móti vetrarins í púttmótaröð barna og unglinga GKG lauk s.l. laugardag, og tóku 27 krakkar þátt. Alls verða 7 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni. Hægt er að sjá árangur þriggja bestu í hverjum flokki hér fyrir neðan, en til að sjá úrslit allra keppenda […]

Vel heppnuð golfkynning í gær í Kórnum

Vel heppnuð golfkynning fór fram í Kórnum í gær fyrir 9-11 ára. Um 20 krakkar mættu og alíka jafn margir aðstandendur. Það var því þröngt á þingi í golfaðstöðunni okkar en mjög góð stemmning og ekki var að sjá annað en að ungir sem eldri nutu sín vel. María Guðnadóttir, […]

Golfkynning hjá GKG fyrir 9-11 ára í Kórnum á laugardag

Þessi póstur er sendur á foreldra þátttakenda á barnanámskeiðum GKG s.l. sumar, fædd 2004-2006.

Við viljum bjóða börnum fæddum 2004-2006 á ókeypis námskeið í æfingaaðstöðu GKG í Kórnum á laugardag n.k. Mæting er kl. 10 og stendur námskeiðið til kl. 10:50. Notast verður við SNAG golfbúnaðinn, sem og venjulegar kylfur. Námskeiðið […]

Púttmótaröð GKG barna og unglinga hefst á laugardag

Púttmótaröð barna og unglinga í GKG rennur af stað á laugardag kl. 11 í Kórnum.
Mótin verða með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Óþarfi er að skrá sig, bara mæta, og þátttaka er ókeypis.
Sjá helstu upplýsingar hér fyrir neðan.

Mótaröðin stendur yfir í fjóra mánuði, fyrsta mótið 31. janúar og seinasta […]

Jólafrí frá æfingum GKG

Frí verður frá skipulögðum æfingum GKG frá og með 19. des til 4. janúar. Æfingar hefjast á ný samkvæmt óbreyttri æfingatöflu 5. janúar.

Kórinn verður lokaður 23.-26. des og frá 30.12-2.jan. Alla aðra daga er opið og viljum við hvetja ykkur til að brjóta upp jólafríið og æfa sjálf í Kórnum, […]

Æfingar barna og unglinga falla niður í dag vegna veðurs

Vonskuveður er í dag, og fer síst batnandi með deginum.

Æfingar falla því niður í dag þriðjudag í Kórnum hjá okkur.

bestu kveðjur,

þjálfarar GKG

Úr frétt frá mbl.is: “Ófært er í efri byggðum Kópa­vogs og eru starfs­menn þjón­ustumiðstöðvar bún­ir að loka við Fífu­hvamms­vegi / Sala­veg og Linda­kirkju.”

mynd: mbl.is

Go to Top