Frá og með fimmtudeginum 18. maí verður opið fyrir golfbíla á Leirdalsvelli. Völlurinn er enn blautur sumstaðar og eru því þeir sem eru á bílum beðnir að fara varlega um völlinn.
Við munum fylgjast með þessu og grípa til ráðstafana ef þess þarf.

Hafið þetta í huga þegar notaður er bíll:
Halda sig sem allra mest á stígunum.
Ekki keyra alveg heim að flötum, best er að geyma bílinn fyrir framan forflötina.
Ekki keyra inn á par 3 brautir.

Kveðja
Vallarstjóri