About Úlfar Jónsson

This author has not yet filled in any details.
So far Úlfar Jónsson has created 846 blog entries.

Hvað segir GKG-ingurinn? Björn Steinar Stefánsson

Daginn er heldur betur tekið að lengja, sem þýðir að það styttist í golfsumarið og öll flottu GKG mótin. Það fyllir ekki hver sem er í skarð Jóns K. Baldurssonar fráfarandi mótastjóra GKG en ef einhver getur það þá er það klárlega hinn glaðlegi og orkumikli Siglfirðingur Björn Steinar Stefánsson. […]

Hvað segir GKG-ingurinn? – Gullveig Teresa Sæmundsdóttir

Gullveig Teresa Sæmundsdóttir er Garðbæingur á allra besta aldri og einn af tryggu félögum GKG nánast frá stofnun klúbbsins. Hún er með 23,6 í forgjöf, er af mörgum góðu kunn, þekkir sögu vallanna okkar afar vel og átti meira að segja sinn þátt í breytingu á 13. holu á Leirdalnum […]

Hvað segir GKG-ingurinn? – Atli Ágústsson

Atli Ágústsson, gleðigjafi og einn af flottu ræsum GKG, er 74 ára Garðbæingur sem sló fyrsta höggið sitt 65 ára gamall og tók golfið með stæl frá þeirri stundu. Hann var kominn í klúbb Einherja sjötugur, gerðist golffararstjóri á Spáni á svipuðum tíma og er með 19,7 í forgjöf.

Hvað dró […]

Karlasveit GKG valin lið ársins í Kópavogi og Garðabæ!

Karlasveit meistaraflokks karla í GKG gerði sér lítið fyrir og var valið lið ársins bæði í Kópavogi og Garðabæ á íþróttahátíðum bæjarfélagana.

Sveitin afrekaði það á árinu að sigra í sjötta sinn á Íslandsmóti golfklúbba og lenti síðan í 2. sæti af 25 liðum á Evrópumóti klúbbliða í Frakklandi í haust, […]

Þorrablót GKG 8. febrúar 2020 – takið daginn frá!

Þorrablót GKG verður haldið laugardaginn 8. febrúar. og hefst kl. 19:00 með fordrykk.

  • Veislustjóri: Gerða okkar hin eina sanna
  • Magnús Harðar, ræsir og píanósnillingur gefur tóninn í upphafi kvölds
  • Söngfuglar GKG leiða þorrasönginn undir stjórn Elísabetar Harðar
  • Hinir eiturhressu Hrafnar brillera eins og þeim einum er lagið
  • Saga Garðars mætir […]

Hvað segir GKG-ingurinn? – Árný Eik Dagsdóttir

Við í GKG erum afar stolt af okkar mikla og góða barna- og unglingastarfi, lífinu og fjörinu sem því fylgir allt árið um kring og öllum öflugu kylfingunum sem það metnaðarfulla starf er að skila af sér. Einn af þessum kylfingum er hún Árný Eik Dagsdóttir, 18 ára Garðbæingur með […]

Hvað segir GKG-ingurinn? – Vernharð Þorleifsson a.k.a. Venni Páer!

Það er algengt að sjá afreksíþróttamenn finna sig í golfinu eftir að afrekskaflanum lýkur. GKG á nokkra
slíka snillinga, einn af þeim er Vernharð Þorleifsson, sem er þekktur sem Venni Páer og einnig Venni Bændaglímubóndi eins og við GKG-ingar
þekkjum hann best. Hann er 46 ára Kópavogsbúi sem í dag er með […]

Hvað segir GKG-ingurinn? María Guðnadóttir

María Málfríður Guðnadóttir, 61 eins árs Kópavogsbúi með 6,8 í forgjöf og mamma meistara Hauks Má golfkennara, er stórkylfingur sjálf sem safnar holum í höggi eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Hvað dró þig að golfinu og hvenær? Ég þurfti að finna mér nýja íþrótt þegar ég hætti í keppnisíþróttum. Keppti bæði […]

Leirdalsvöllurinn verður í Trackman golfherminum

GKG býður upp á stærstu innanhús golfhermaaðstöðu í heiminum, og því var tilvalið að næsta skref í þessari vegferð yrði að bæta Leirdalsvelli við þá flóru golfvalla sem eru í boði í golfhermaforriti Trackman Virtual Golf2.  

Áætlað er að Leirdalsvöllurinn verði tilbúinn til leiks í kringum áramótin, og þá geta kylfingar víðs […]

Tilvalin jólagjöf fyrir kylfinga – merktar Titleist kúlur

Nú erum við í golfverslun GKG komin í jólaskap og bjóðum Titleist bolta með ókeypis merkingu!

Opið er fyrir pantanir út föstudaginn 6. desember og allar pantanir verða afgreiddar fyrir 21. desember.
 
Helstu upplýsingar:
Frí nafnamerking og frítt flatarmerki
12 bolta lágmark
Hvaða týpa sem er af titleist
Afhent fyrir jól
1-3 línur af texta
Hámark 17 stafir […]

Go to Top