Frábær spilamennska hjá krökkunum í Opna Ping unglingamótinu

Í dag lauk fyrsta Opna Ping unglingamótinu sem haldið var á Leirdalsvelli. 

Leikinn var betri bolti í höggleik, þ.e. tveir leikmenn léku saman í liði en þó sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik væri að ræða. Betra skor leikmanns á hverri holu, með forgjöf, taldi fyrir liðið. Hámarksforgjöf […]

Róbert Leó stóð sig vel í Flórída

Róbert Leó Arnórsson, 12 ára, keppti um helgina á West Orange CC í Flórída, en mótið er hluti af mótaröð Florida State Golf Association (FSGA). Róbert Leó er í keppnishópi GKG og einn af efnilegustu kylfingum klúbbsins.

Róbert Leó lék á 81 höggi og endaði í 12. sæti. Mótið átti að […]

Keppnisleiðir barna og unglinga

Nú þegar keppnistímabilið er að hefjast og framundan skemmtilegt golfsumar á vellinum þá viljum við benda á hinar ýmsu leiðir sem börn og unglingar í GKG hafa þegar kemur að spili á vellinum og keppnum. Mikilvægt er að allir finni sér vettvang við hæfi og nái að þróa sinn áhuga […]

Opna Ping unglingamótið verður á Leirdalsvelli 20. maí

GKG heldur opið unglingamót á Leirdalsvelli 20. maí. Um er að ræða tveggja manna liðakeppni þar sem leikið verður eftir betri bolta fyrirkomulagi. Mótið er fyrir 18 ára og yngri og hentar vel til undirbúnings fyrir tímabilið sem er framundan. 

Keppnisfyrirkomulag er eins og áður segir betri bolti, sem er þannig […]

Úrslitin réðust í gær í púttmótaröð GKG

Í gær fór fram púttmótaröð barna-, unglinga- og afreksstarfs, en þetta var 11. mótið frá áramótum. Til að taka þátt í heildarkeppninni þurfti að taka þátt í 6 mótum. Keppt var í alls 8 flokkum, en að þessu sinni var einnig flokkur aðstandenda. Að loknu púttmótinu var boðið upp á […]

Frábær árangur hjá Sigurði, 3. sæti í Flórída!

Sigurður Arnar Garðarsson, 15 ára afrekskappi úr GKG lék á unglingamóti um helgina og náði frábærum árangri. Hann lék á 77-72 (+4)  og endaði í 3. sæti í flokki 15-18 ára, aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Alls tóku 43 kylfingar þátt í þessum flokki.

Mótið fór fram á Victoria Hills Golf […]

Úrslit í fyrstu þremur púttmótum vetrarins

Þrjú púttmót í púttmótaröð barna og unglinga hafa farið fram, og hefur þátttakan verið mjög flott. Með því að smella á myndina má sjá úrslitin í mótunum sem farið hafa fram. Mótin eru haldin nær vikulega fram á vor en neðar má sjá fyrirkomulagið á mótunum og dagsetningar. Næsta mót […]

Hápunktar eftir WJGS American Junior mótið

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur í GKG tók þátt  í sterku unglingamóti sem haldið er á King & Bear vellinum í St. Augustine í Flórida um jólin. Sigurður stóð sig mjög vel í höggi við sér mikið eldri kylfinga í flestum tilvikum, en hann lék á 81-81-79, +25 og endaði jafn í […]

Flottur árangur hjá Hlyni á Junior Orange Bowl

Hlynur Bergsson, afrekskylfingur úr GKG tók þátt í Junior Orange Bowl mótinu sem er firnasterkt unglingamót haldið á Biltmore vellinum í Flórida núna milli jóla og nýárs. Einungis landsmeisturum og öðrum köppum sem sigrað hafa á sterkum mótum er boðin þátttaka.

Hlynur stóð sig gríðarlega vel og endaði í 18. sæti […]

Sigurður Arnar stóð sig vel á sterkum mótum um jólin

Sigurður Arnar Garðarsson, 14 ára kylfingur úr GKG, og einn sá allra efnilegasti á landinu, stóð sig feikivel í tveimur alþjóðlegum mótum sem hann tók þátt í í Flórída um jólin.

Sigurður tók þátt í ásamt Kristófer Karli Karlssyni úr GM á Doral-Publix Junior Golf mótinu sem fór fram í Flórída. […]

Go to Top