Hvað segir GKG-ingurinn Aron Snær Júlíusson?

Landsliðsmaðurinn Aron Snær Júlíusson er 24 ára Garðbæingur með +3,7 í forgjöf sem talar í fuglum, örnum og holum í höggi þegar kemur að golfinu og þarf að fara mjög langt aftur til að finna vandræðalegt augnablik frá ferlinum. Enda er kappinn einn af frábærum afrekskylfingum og stolti GKG!  

Hvað segir GKG kylfingur vikunnar Helga Sigurgeirs

Hvað segir GKG-ingurinn Helga Sigríður Sigurgeirsdóttir?
Það er svo gaman að kynna gullmola GKG. Einn af okkar uppáhalds er Garðbæingurinn og Kópavogsbúinn Helga Sigríður Sigurgeirsdóttir sem hefur það mottó í forgrunni þegar kemur að golfinu að hafa gaman! Mottó sem reynir á okkur öll úti á velli og Helga stendur keik […]

GKG og MK hefja samstarf um golfáfanga á afrekssviði

Guðríður Eldey Arnardóttir, skólastjóri Menntaskólans í Kópavogi og Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG skrifuðu fyrir stuttu undir samkomulag um stofnun golfáfanga á afrekssviði.

Markmið samstarfsins er m.a. að gefa menntaskólanemendum kost á að stunda sína íþrótt samhliða námi, undir handleiðslu þjálfara og efla samstarf íþróttafélaga við námsstofnanir í sínu nærumhverfi.

Góð reynsla er […]

Hátíðarkylfingur vikunnar – Fannar Aron Hafsteinsson

Hátíðarkylfingur GKG er enginn annar en Fannar Aron Hafsteinsson verslunarstjóri Golfverslunar GKG
 
Hvað segir GKG-ingurinn Fannar Aron Hafsteinsson?
 
Það vita það ekki allir að flotti verslunarstjóri GKG er Sunnlendingur sem lætur sig ekki muna um […]

Gunnar Jónsson fékk viðurkenningar frá Garðabæ og Kópavogi

Á Íþróttahátíð Garðabæjar (10.1) og Kópavogs (15.1) hlaut Gunnar Jónsson, stjórnarmaður GKG til margra ára, viðurkenningar fyrir framlag sitt til íþrótta- og æskulýðsstarfa.   

Gunnar hefur verið þungavigtarmaður í félagsmálum GKG frá seinustu aldamótum.  Gunnar hefur ávallt unnið afar óeigingjarnt starf til eflingar barna-, unglinga- og afreksstarfs GKG, auk þess skilað […]

Íslandsmeistarar GKG fengu viðurkenningu frá Garðabæ

Vegna aðstæðna verður engin hefðbundin íþróttahátíð í Garðabæ og hefur ÍTG því heimsótt íþróttafélög bæjarins og afhent viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu.

Það var lágstemmd en góð stund sem við áttum í gær þegar Íslandsmeisturum GKG var afhent sínar viðurkenningar fyrir frábæran árangur á árinu.

Kjöri íþróttakarli og íþróttakonu Garðabæjar verður líst […]

Hvað segir GKG-ingurinn Hlöðver Sigurgeir Guðnason?

GKG-ingur dagsins er Seljahverfisbúinn (en umfram allt Eyjapeyji) Hlöðver eða Hlöbbi eins og við köllum hann flest. Hann fór úr því að vera hálfpartinn neyddur út í golfið um fimmtugt í að vera alger meistari í sportinu og ekki bara fyrir sig heldur líka okkur hin því hann er einn […]

Hvað segir GKG-ingurinn María Björk Pálsdóttir?

Við kynnum með stolti Íslandsmeistara í holukeppni 19 – 21 árs kvenna 2020,  Maríu Björk Pálsdóttur. Þessi flotti GKG-ingur er 19 ára Kópavogsbúi með 3,5 í forgjöf, er hluti af öflugum meistaraflokki klúbbsins og enn einn nestissnillingurinn okkar! 🙂

María Björk átti sitt besta tímabil til þessa og ljóst að vel […]

Golfvellir loka!

Ágæti kylfingur. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda hefur golfvellinum verið lokað til 19. október. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum og vonumst til þess að þú sýnir þessum aðstæðum skilning. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Golfsambands Íslands, golf.is.

Fólk sem átti bókaða rástíma í dag hefur verið afbókað.

Starfsfólk GKG

 

Úrslit Bændaglímunnar 2020 – Lið Venna Páer sigraði!

Kæru GKG félagar
Bændaglíma GKG fór fram í blíðskaparveðri í gær laugardaginn 3. október, það var leikið frábært golf og sýndu félagsmenn sínar bestu hliðar. Ásta Kristín sýndi tilþrif dagsins, gerði sér lítið fyrir og fór holu […]
Go to Top