Arnar Már kosinn PGA kennari ársins!

Á aðalfundi PGA á Íslandi sem fór fram laugardaginn 28. janúar var fjölbreytt dagskrá og viðurkenningar veittar. 

Kosið var um kennara ársins þar sem félagsmenn tilnefndu PGA kennara og skipuðu eftirfarandi kennarar 5 efstu sætin (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Dagur Ebenezersson
Heiðar Davíð Bragason
Sigurpáll Geir Sveinsson

Eftir gífurlega spennandi kosningu félagsmanna varð afreksþjálfari […]

Hvað segir GKG-ingurinn Katrín Hörn Daníelsdóttir?

Við í GKG erum endalaust stolt af barna- og unglingastarfinu í klúbbnum og öllum ungu, flottu kylfingunum okkar. Ein af þeim er hin 18 ára gamla Katrín Hörn sem býr í Reykjavík, er með 1,8 í forgjöf og er á mikilli siglingu í golfinu. Þessi glaðværi og félagslyndi kylfingur er […]

Fjóla og Tómas sigruðu í Áramóti GKG!

Fjóla Rós Magnúsdóttir og Tómas Jónsson sigruðu í Áramóti GKG sem haldið var í Trackman hermunum núna á gamlársdag. Leiknar voru seinni níu á Leirdalsvellinum.

Flott þátttaka var í mótinu en alls tóku 47 þátt. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og 65 ára og eldri.

Efstu sætin skipuðu eftirfarandi:

Opinn flokkur

    […]

Hvað segir GKG-ingurinn Jón Júlíusson formaður GKG?

Nýr formaður GKG á alltaf hnetur og rúsínur í golfpokanum sínum og hans uppáhalds hola er sú sem mörgum finnst hvað mest krefjandi, eða sextánda á Leirdalnum en það er holan sem hann náði sér í fyrsta örninn á golfferlinum og það með níunni. Geri aðrir betur!

Jón Júlíusson er 68 […]

Aðalfundur GKG – Jón Júlíusson tekur við formennsku

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 29. nóvember.

Jón Júlíusson fyrrum íþrótta- og tómstundafulltrúi Kópavogsbæjar var kosinn nýr formaður klúbbsins og tekur við keflinu af Guðmundi Oddssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Guðmundur lætur því af formennsku eftir 15 ár samtals […]

Hvað segir GKG-ingurinn Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Eins og GKG-ingar hafa tekið eftir hefur klúbburinn fengið frábæran liðsstyrk í hinni þrítugu Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur, sem kemur til okkar alla leið frá Akureyri þar sem hún hlaut allt sitt golfuppeldi enda á Jaðarsvöllur og GA alveg sérstakan stað í hennar hjarta. En nú er Stefanía flutt í bæinn […]

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins fór fram á fimmtudag og var fullt hús og mikil stemning. Við gerðum okkur glaðan dag með æfingum og leikjum í Íþróttamiðstöðinni en í kjölfarið var svo pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, […]

Úrslit og myndir frá Ecco minningarmótinu – Birgir Leifur setti vallarmet!

Í dag lauk Ecco minningarmóti GKG sem er til styrktar barna-, unglinga-, og afreksstarfi klúbbsins.

GKG þakkar kærlega fyrir stuðninginn en 160 keppendur voru skráðir til leiks og áttu góðan dag á Leirdalsvellinum í nánast logni þó vökvunarkerfið í efra hafi farið af og til í gang.

Leikið var í fyrsta sinn […]

Hvað segir GKG-ingurinn Hansína Þorkelsdóttir?

Ein af okkar flottu og góðu GKG-ingum er Hansína Þorkelsdóttir en hún er 43 ára Reykjavíkurbúi með 9,8 í forgjöf og segir allt gott, enda á hún svo sannarlega inni fyrir því! Gefum meistara Hansínu orðið.

Hvað dró þig að golfinu og hvenær?

Mig minnir að það hafi verið árið 2003 þegar […]

Go to Top