Slide

Hvað segir GKG-ingurinn Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Eins og GKG-ingar hafa tekið eftir hefur klúbburinn fengið frábæran liðsstyrk í hinni þrítugu Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur, sem kemur til okkar alla leið frá Akureyri þar sem hún hlaut allt sitt golfuppeldi enda á Jaðarsvöllur og GA alveg sérstakan stað í hennar hjarta. En nú er Stefanía flutt í bæinn […]

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins

Uppskeruhátíð barna,- unglinga- og afreksstarfsins fór fram á fimmtudag og var fullt hús og mikil stemning. Við gerðum okkur glaðan dag með æfingum og leikjum í Íþróttamiðstöðinni en í kjölfarið var svo pizzuveisla og verðlaunaafhending fyrir besta árangur í Floridana- og Kristalsmótaröðunum, auk sérstakra viðurkenninga fyrir mestu framfarir, […]

Sex keppendur frá GKG á German Tour Championship unglingamótinu

Sex keppendur frá GKG kepptu á German Tour Championship mótinu sem lauk um helgina. Mótið fór fram á Berliner GC Stolper Heide West Course og var lokamótið á þýsku unglingamótaröðinni.

Það voru þær Elísabet Ólafsdóttir sem keppti í flokki 15 ára og yngri, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir og Katrín […]

Úrslit og myndir frá Ecco minningarmótinu – Birgir Leifur setti vallarmet!

Í dag lauk Ecco minningarmóti GKG sem er til styrktar barna-, unglinga-, og afreksstarfi klúbbsins.

GKG þakkar kærlega fyrir stuðninginn en 160 keppendur voru skráðir til leiks og áttu góðan dag á Leirdalsvellinum í nánast logni þó vökvunarkerfið í efra hafi farið af og til í gang.

Leikið var í fyrsta sinn […]

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri lauk í gær í Bakkakoti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Mótið fór fram dagana 2.-4. september var fyrsti dagurinn spilaður í Korpunni hjá GR, seinni dagurinn á Sveinskotsvelli hjá GK og loks úrslitadagurinn í Bakkakoti. 

GKG [...]

Hvað segir GKG-ingurinn Hansína Þorkelsdóttir?

Ein af okkar flottu og góðu GKG-ingum er Hansína Þorkelsdóttir en hún er 43 ára Reykjavíkurbúi með 9,8 í forgjöf og segir allt gott, enda á hún svo sannarlega inni fyrir því! Gefum meistara Hansínu orðið.

Hvað dró þig að golfinu og hvenær?

Mig minnir að það hafi verið árið 2003 þegar […]

Þrír Íslandsmeistaratitlar til GKG um helgina!

Íslandsmót unglinga í holukeppni 2022 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 27.-29. ágúst.

Leikin var útsláttarkeppni án forgjafar.

Þrír ungir kylfingar úr GKG hömpuðu Íslandsmeistaratitlum, þeir Gunnar Þór Heimisson í flokki 13-14 ára, Guðjón Frans Halldórsson í flokki 15-16 ára og Gunnlaugur Árni Sveinsson í flokki 17-18 ára.

Aðrir GKG-ingar sem komust […]

Gunnlaugur Árni Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára!

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í flokki 17-18 ára flokki pilta. Hann lék samtals á 6 höggum undir pari vallar, 207 höggum. Róbert Leó Arnósson, GKG, varð annar á +3 samtals […]

Go to Top