About Úlfar Jónsson

This author has not yet filled in any details.
So far Úlfar Jónsson has created 846 blog entries.

Dagur Fannar og Sigurður Arnar sigruðu á seinasta stigamóti ársins!

Keppnistímabilinu á Íslandsbankamótaröð unglinga lauk í gær, sunnudaginn 26. ágúst. Fimmta mót tímabilsins fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 24.-26. ágúst.

Keppt var  í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur aldursflokkum hjá stúlkum. Mótið var það fimmta á keppnistímabilinu.

Af okkar fólki voru það Dagur Fannar Ólafsson sem […]

Stúlkurnar okkar Íslandsmeistarar! Árangur allra sveita GKG

Ágústmánuður er annasamur hjá keppniskylfingunum okkar en þá fara fram m.a. Íslandsmót golfklúbba, allt frá unglingum, meistaraflokkum og til eldri kylfinga. GKG tefldi fram vöskum hópi kylfinga og náðu margar sveitirnar frábærum árangri, en stúlknasveit 18 ára og yngri urðu Íslandsmeistarar í ár! Hér er samantekt árangurs sveitanna.

Í efstu deild […]

Ragnar Már lék vel á Opna hollenska áhugamannamótinu

Ragnar Már Garðarsson og Ingvar Andri Magnússon, afrekskylfingar úr GKG, eru við keppni erlendis á sterkum áhugamannamótum.

Ragnar Már hefur lokið keppni í Hollandi þar sem hann tók þátt í Dutch Amateur Championship á Eindhoven golf club. Ragnar lék hringina fjóra á 72-76-72-77, samtals 9 yfir pari og hafnaði í 29. […]

Hulda Clara og Ingvar Andri leika fyrir Ísland á Ólympíuleikum ungmenna!

Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, afrekskylfingar í GKG, hafa verið valin til að taka þátt í Ólympíuleikum ungmenna fyrir Íslands hönd. Jussi Pitkanen landsliðsþjálfari tilkynnti valið fyrir skemmstu.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar taka þátt í þessum mikla viðburði, innilega til hamingju Hulda og Ingvar!

Mótið fer […]

GKG kynnir til leiks A sveitir karla og kvenna auk sveitir eldri kylfinga

Eftirfarandi kylfingar skipa sveitir GKG sem leika í Íslandsmótum golfklúbba á næstunni.

Í fyrstu deild kvenna verður leikið hjá Golfklúbbnum Keili á Hvaleyrarvelli 10.-12. ágúst, sömu daga keppa karlarnir hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Kvennasveit GKG skipa:

Alma Rún Ragnarsdóttir
Anna Júlía Ólafsdóttir
Árný Eik Dagsdóttir
Eva Maria Gestsdottir
Hulda Clara Gestsdottir
Ingunn Einarsdóttir
Ingunn Gunnarsdóttir
María Björk Pálsdóttir
Liðsstjóri: María […]

Úrslit eftir fjórða Mix mótið sem lauk í gær

Í gær lauk fjórða mótinu af fimm í Mix mótaröð byrjenda. Flott þátttaka var en yfir 40 luku keppni. Verðlaunasæti eru hér fyrir neðan, en úrslit allra eru á golf.is í mótaskrá. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og óskum ykkur til hamingju með árangurinn, margir sem lækkuðu forgjöfina! Vonum að […]

Axel og Guðrún Brá Íslandsmeistarar. Kristófer Orri og Hulda Clara efst GKG-inga

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Keili, eru Íslandsmeistarar í golfi 2018. Þetta er fyrsti titill Guðrúnar en sá þriði hjá Axel.

Axel jafnaði mótsmetið á Íslandsmótinu á -12 samtals, en Þórður Rafn Gissurarson  (GR) lék á -12 árið 2015 á Akranesi.

Þau Guðrún og Axel eru […]

Birgir Leifur kominn áfram á Evrópumótaröðinni

Birgir Leifur er við keppni á Porsche European Open mótinu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrsta hringinn lék hann á 72 höggum og var jafn í 63. sæti. Í dag lék hann hinsvegar á 70 höggum (-2) og er sem stendur jafn í 40. sæti, en nokkrir kylfingar eiga eftir […]

Úrslit í þriðja Mix mótinu sem lauk í gær

Í gær lauk þriðja mótinu af fimm í Mix mótaröð byrjenda. Þátttakan er búin að vera flott í sumar og luku 34 snillingar keppni. Verðlaunasæti eru hér fyrir neðan, en úrslit allra eru á golf.is í mótaskrá. Við óskum öllum  til hamingju með árangurinn, og  fyrir þátttökuna og vonum að […]

Go to Top