About Úlfar Jónsson

This author has not yet filled in any details.
So far Úlfar Jónsson has created 817 blog entries.

Aron Snær þriðji á Nordic Golf League í Póllandi

GKG-ingurinn Aron Snær Júlíusson náði flottum árangri og endaði í 3. sæti á 12 höggum undir pari vallar samtals. Hann lék hringina þrjá á 204 höggum (67-69-68). Aron Snær er ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni í karlaflokki og hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Alls tóku sjö […]

GKG-ingurinn Ágústa Guðmundsdóttir á orðið

Það styttist heldur betur í sumarið okkar og aldeilis við hæfi að einn af stofnendum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar gefi okkur tóninn inn golfævintýrin framundan. Við erum að tala um afrekskylfinginn og Kópavogsbúann glaðværa Ágústu Guðmundsdóttur sem lumar á góðum ráðum handa ungu kylfingunum okkar og er bara dásamleg fyrirmynd […]

Hvað segir GKG-ingurinn Róbert Leó?

GKG-ingurinn Róbert Leó Arnórsson er 19 ára gamall Kópavogsbúi með +0,8 í forgjöf. Það var pabbi hans, Total maðurinn góði Arnór Gunnarsson, sem kynnti soninn fyrir golfinu og Róbert Leó hefur alltaf verið með golfkylfu í höndunum bara síðan hann man eftir sér. Hann á hvorki meira né minna en tvær […]

Styrktarmót fyrir Gulla, Aron Snæ og Kristófer

Þrír af okkar fremstu afrekskylfingum standa fyrir 9 holu hermamóti til styrktar vegferðar þeirra í atvinnu- og áhugmannamótum sem framundan eru í sumar.

Mótið verður leikið í TrackMan golfhermi á Royal Drottningholm Golf Club í Svíþjóð. Leiknar verða 9 holur (fyrri 9) og hafa kylfingar til 3. mars til þess að […]

Benjamín Snær í öðru sæti á Global Junior mótinu á Spáni

Það er gaman að fylgjast með ungu efnilegu kylfingunum okkar sem hafa verið dugleg að taka þatt í mótum erlendis að undanförnu.

Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Benjamín Snær Valgarðsson og Stefán Jökull Bragason tóku þátt í móti á Global Junior Golf mótaröðinni sem lauk 11. janúar. Þeir kepptu í […]

Hvað segir GKG-ingurinn Ragnheiður Stephensen?

Ragga Steph, eins og við GKG-ingar köllum þessa flottu fyrrverandi afrekskonu í boltaíþróttum, leitast við að spila sem flesta golfvelli í nágrenni höfuðborgasvæðisins yfir sumartímann, en eins og hún segir sjálf, þá er heima alltaf best og í GKG á Ragga svo sannarlega heima. Í klúbbnum er hún ekki einungis […]

Fjórir ungir kylfingar úr GKG kepptu á Global Junior móti á Spáni – Arnar Daði í þriðja sæti

Fjórir ungir og efnilegir kylfingar úr GKG  tóku nýverið þátt á móti á Global Junior Golf mótaröðinni. Mótið fór á Flamingos Golf vellinum á Villa Padierna á Malaga á Spáni.

Kylfingarnir sem tóku þátt voru Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Benjamín Snær Valgarðsson og Stefán Jökull Bragason en þeir æfa […]

Aðalfundur GKG – Jón Júlíusson endurkjörinn formaður

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 30. nóvember.

Jón Júlíusson var endurkjörinn formaður klúbbsins.

Tveir aðilar gáfu kost á sér í laus sæti í stjórn. Sigríður Olgeirsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson koma ný inn í stjórn GKG.  Fráfarandi stjórnamenn eru þau Ásta Kristín Valgarðsdóttir og Einar Gunnar Guðmundsson sem […]

Íslenska mótaröðin í TrackMan

Nú fer af stað ný mótaröð í TrackMan þar sem markmiðið er m.a. að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartímann. Við vonumst til að kylfingar fjölmenni í mótin, hafi gaman af því að keppa og bera sig saman við aðra í sínum aldursflokki.

Mótaröðin er samstarfsverkefni golfklúbba þar sem þeir […]

Vantar þig kvittun fyrir félagsgjaldinu? Sjá leiðbeiningar.

Ef þig vantar kvittun fyrir félagsgjaldinu þá er einfalt að sækja það í XPS félagakerfi GKG.

Ferlið er eftirfarandi:

  1. Farðu á https://xpsclubs.is/gkg/registration og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
  2. Veldu nafn þitt efst hægra megin, smelltu á örina og veldu “Mínar hreyfingar”
  3. Smelltu á krossinn lengst til vinstri og […]
Go to Top